Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   þri 04. júní 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dybala fæst á algjöru gjafaverði
Paulo Dybala.
Paulo Dybala.
Mynd: EPA
Sky Sports fjallar um það í dag að Argentínumaðurinn Paulo Dybala sé opinn fyrir því að fara í ensku úrvalsdeildina í sumar.

Dybala var að klára sitt annað tímabil með Roma en hann hefur gert 34 mörk í 77 keppnisleikjum með félaginu.

Þar áður lék hann með Juventus frá 2015 til 2022 þar sem hann skoraði 115 mörk í 293 leikjum.

Fram kemur á Sky Sports að Dybala sé með 12 milljón evra riftunarverð í samningi sínum og fæst hann því á algjöru gjafaverði. Klásúlan er virk til 31. júlí núna þegar Dybala er á leið inn í sitt síðasta samningsár hjá Roma.

Hinn þrítugi Dybala hefur spilað 38 landsleiki fyrir Argentínu.
Athugasemdir
banner
banner