Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   þri 04. júní 2024 19:34
Brynjar Ingi Erluson
Fiorentina staðfestir ráðningu Palladino
Mynd: Fiorentina
Ítalska félagið Fiorentina hefur staðfest ráðningu á þjálfaranum Raffaele Palladino en hann tekur við keflinu af Vincenzo Italiano.

Italiano ákvað að leita á önnur mið eftir að hafa stýrt liðinu síðustu þrjú ár.

Hann kom Fiorentina tvisvar í úrslit Sambandsdeildar Evrópu og einu sinni í bikarúrslit á Ítalíu.

Það er massífur þjálfarakapall að eiga sér stað í ítalska boltanum en Italiano er að taka við liði Bologna af Thiago Motta. Sá síðarnefndi er að fara til Juventus.

Fiorentina var ekki lengi að finna arftaka Italiano en það hefur nú staðfest ráðningu á Raffaele Palladino, sem kemur til félagsins frá Monza.

Samkvæmt ítölsku miðlunum koma goðsagnirnar Andrea Pirlo og Alessandro Nesta til greina í þjálfarastarf Monza.


Athugasemdir
banner
banner