Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   þri 04. júní 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Milan velur á milli Emerson Royal og Tiago Santos
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið AC Milan vinnur nú hörðum höndum að því að sækja hægri bakvörð fyrir næsta tímabil en tveir kostir koma til greina í sumarglugganum.

Hinn 25 ára gamli Emerson Royal er sagður efstur á blaði Milan en samkvæmt enskum miðlum er Tottenham reiðubúið að leyfa honum að fara í glugganum.

Tottenham vill fá 20 milljónir evra fyrir leikmanninn sem hefur þegar náð samkomulagi við Milan um kaup og kjör.

Ef félögin ná ekki saman um kaupverð mun Milan reyna við Tiago Santos, leikmann Lille í Frakklandi.

Santos er 21 árs gamall og kemur frá Portúgal. Hann hefur einnig náð samkomulagi við Milan um kaup og kjör, en hann myndi aðeins kosta Milan um 15 milljónir evra.

Nú er það undir Milan komið að taka ákvörðun hvorn bakvörðinn það mun sækja í glugganum.
Athugasemdir
banner
banner