Joshua Zirkzee, VIctor Osimhen, Riccardo Calafiori, Conor Gallagher, Florian Wirtz og fleiri koma við sögu
   fim 04. júlí 2024 21:45
Brynjar Ingi Erluson
Di Marzio: Fiorentina aftur í baráttuna um Albert
Albert Guðmundsson er eftirsóttur
Albert Guðmundsson er eftirsóttur
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Fiorentina er komið aftur í baráttuna um íslenska landsliðsmanninn Albert Guðmundsson en þetta segir Gianluca Di Marzio á Sky á Ítalíu.

Albert fagnaði mögnuðu tímabili með Genoa á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 14 mörk og gaf 4 stoðsendingar er Genoa tryggði áframhaldandi veru sinni í deildinni.

Inter, Napoli og Juventus hafa öll verið á eftir Alberti síðustu mánuði þar sem Inter var talið leiða baráttuna en staðan er önnur í dag.

Di Marzio segir á X að Fiorentina, sem reyndi að fá hann í janúarglugganum, sé komið aftur inn í baráttuna, en félagið hefur aftur sett sig í samband við Genoa vegna Alberts eftir að Fiorentina mistókst að fá Nicolo Zaniolo frá Galatasaray.

Genoa hafnaði 20 milljóna evra tilboð í Albert í janúar þar sem félagið vildi ekki selja hann á miðju tímabili.

Samkvæmt Di Marzio þá eru viðræður komnar af stað aftur en Fiorentina hefur ekki lagt fram formlegt tilboð.

Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála næstu daga, en það eru meiri líkur en minni að hann færi sig um set fyrir komandi leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner