Joshua Zirkzee, VIctor Osimhen, Riccardo Calafiori, Conor Gallagher, Florian Wirtz og fleiri koma við sögu
   fim 04. júlí 2024 23:30
Brynjar Ingi Erluson
Fyrrum lærisveinn Slot á leið til Brighton
Mars Wieffer fer til Brighton
Mars Wieffer fer til Brighton
Mynd: EPA
Hollenski miðjumaðurinn Mats Wieffer er á leið til enska úrvalsdeildarfélagsins Brighton frá Feyenoord. Þetta fullyrðir Fabrizio Romano með frasanum fræga „Here we go!“ í kvöld.

Wieffer 24 ára gamall miðjumaður sem hóf feril sinn hjá Twente en þaðan lá leiðinni til Excelsior áður en Arne Slot keypti hann til Feyenoord fyrir tveimur árum.

Leikmaðurinn blómstraði undir stjórn Slot. Hann var lykilmaður á síðasta ári er liðið varð deildarmeistari og hjálpaði þá liðinu að vinna hollenska bikarinn á síðustu leiktíð.

Brighton hefur náð samkomulagi við Feyenoord um kaup á Wieffer en félagið greiðir um 30 milljónir evra fyrir þjónustu hans.

Wieffer er á leið til Bretlandseyja til að ganga frá öllum lausum endum en hann fer í læknisskoðun áður en hann skrifar undir fimm ára samning.

Miðjumaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli og var því ekki í hollenska landsliðshópnum fyrir Evrópumótið í Þýskalandi en hann á alls 9 A-landsleiki og 1 mark fyrir Holland.


Athugasemdir
banner