Fernandes og De Bruyne til Sádí-Arabíu? - Salah fær nýjan samning - Calafiori til Arsenal
banner
   fim 04. júlí 2024 16:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak missir herbergisfélagann til Belgíu - „Á eftir að sakna þín extra mikið"
Tzolis á að baki 15 leiki fyrir gríska landsliðið.
Tzolis á að baki 15 leiki fyrir gríska landsliðið.
Mynd: Düsseldorf/Twitter
Ísak Bergmann.
Ísak Bergmann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gríski leikmaðurin Christos Tzolis er genginn í raðir Club Brugge í Belgíu eftir að hafa spilað með Fortuna Düsseldorf í 2. Bundesliga í Þýskalandi í vetur.

Tzolis er 22 ára kantmaður en þrátt fyrir að vera á kantinum skoraði hann 22 mörk í 30 deildarleikjum í vetur. Hann var á láni frá Norwich en þýska félagið nýtti sér forkaupsrétt í vetur og kláraði kaupin. Hann var svo í kjölfarið keyptur til Club Brugge.

Hann lék með Ísaki Bergmann Jóhannessyni í vetur og náðu þeir mjög vel saman. Ísak tjáði sig m.a. um hann í viðtölum við Fótbolta.net í vetur.

Eftir að ljóst varð að Tzolis væri genginn í raðir Club Brugge setti Ísak inn færslu á Instagram.

„Gangi þér vel minn góði vinur. Þín verður saknað í Düsselford og þú munt standa þig æðislega í Belgíu. Ég mun sakna þín extra mikið. Tenging fyrir lífstíð," skrifaði ísak eins og sjá má hér að neðan.

Ísak var sjálfur á láni hjá Fortuna Düsseldorf í vetur frá FC Kaupmannahöfn en í síðasta mánuði kláraði þýska félagið kaupin á honum og verður Ísak því áfram í Þýskalandi.


Athugasemdir
banner
banner