Joshua Zirkzee, VIctor Osimhen, Riccardo Calafiori, Conor Gallagher, Florian Wirtz og fleiri koma við sögu
banner
   fim 04. júlí 2024 22:25
Brynjar Ingi Erluson
Juventus ætlar að selja Chiesa í sumar
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Juventus hefur tekið ákvörðun um að selja Federico Chiesa í sumarglugganum.

Chiesa er 26 ára vængmaður sem hefur átt fast sæti í liði Juventus frá því hann kom frá Fiorentina fyrir fjórum árum. Fyrstu tvö árin var hann á láni en var síðan keyptur árið 2022.

Meiðsli hafa sett strik í reikninginn á þessum fjórum árum en á síðasta tímabili tókst honum að haldast heill meira og minna allt tímabilið þar sem hann gerði 10 mörk í öllum keppnum.

Á næsta ári rennur samningur Chiesa sitt skeið og ætlar Juventus ekki að framlengja við leikmanninn.

Fabrizio Romano segir að Juventus hafi tekið ákvörðun um að selja hann í sumar þar sem leikmaðurinn er ekki í plönum nýja þjálfarans, Thiago Motta, sem kom frá Bologna á dögunum.

Talið er að Juventus geti fengið á bilinu 25-30 milljónir evra fyrir Chiesa sem er efstur á óskalista Roma.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner