Joshua Zirkzee, VIctor Osimhen, Riccardo Calafiori, Conor Gallagher, Florian Wirtz og fleiri koma við sögu
   fim 04. júlí 2024 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Segir De Bruyne hafa náð samkomulagi við Al-Ittihad
Mynd: EPA
Ítalski blaðamaðurinn Rudy Galetti fullyrðir að belgíski miðjumaðurinn hafi náð munnlegu samkomulagi við sádi-arabíska félagið Al-Ittihad.

De Bruyne er flestum talinn einn og ef ekki besti miðjumaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Hann hefur verið potturinn og pannan í sóknarleik Manchester City síðustu ár en er farinn að hugsa sér til hreyfings eftir að hafa unnið ensku úrvalsdeildina sex sinnum á tíma sínum þar.

Galetti segir að De Bruyne hafi náð munnlegu samkomulagi um kaup og kjör við Al-Ittihad í Sádi-Arabíu en félagið á enn eftir að ræða kaupverð við Man City. Verðmiðinn er óljós en Man City er opið fyrir því að selja hann.

De Bruyne er 33 ára gamall og á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Man City en hann þarf að taka stórar ákvarðanir varðandi framtíð sína á næstunni.

Hann er að íhuga að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir að belgíska landsliðið datt úr leik í 16-liða úrslitum Evrópumótsins og þá er spurning hvort hann muni kveðja Evrópuboltann í leiðinni.
Athugasemdir
banner
banner