Fernandes og De Bruyne til Sádí-Arabíu? - Salah fær nýjan samning - Calafiori til Arsenal
banner
   fim 04. júlí 2024 17:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sagt að Alexander-Arnold komi inn í nýrri stöðu
Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold.
Mynd: Getty Images
Það er talið líklegt að England fari í þriggja miðvarða kerfi gegn Sviss í átta-liða úrslitum EM á laugardag.

England kláraði leikinn gegn Slóvökum í 16-liða úrslitum í þriggja miðvarða kerfi í framlengingunni og Southgate hefur áður notast við slíkt leikkerfi, bæði á HM 2018 og síðasta Evrópumóti.

Ef hann notar það gegn Sviss er líklegt að John Stones, Kyle Walker og Ezri Konsa verði miðverðirnir en Marc Guehi getur ekki spilað vegna leikbanns.

ITV birti í dag liðið samkvæmt orðrómi sem gengur en þar kemur Trent Alexander-Arnold aftur inn í liðið, en í aðra stöðu. Í upphafi móts var hann miðsvæðis en núna myndi hann koma inn í vængbakvörð sem er meira náttúruleg staða fyrir hann.

Ef þetta líklega byrjunarlið er rétt, þá koma Alexander-Arnold og Konza inn í liðið fyrir Guehi og Kieran Trippier.


Athugasemdir
banner