Fernandes og De Bruyne til Sádí-Arabíu? - Salah fær nýjan samning - Calafiori til Arsenal
banner
   fim 04. júlí 2024 10:00
Elvar Geir Magnússon
Fer England í þriggja miðvarða kerfi gegn Sviss?
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands.
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
England mætir Sviss á laugardag í 8-liða úrslitum EM. Enskir fjölmiðlar segja liðið hafa verið að æfa þriggja miðvarða leikkerfi í aðdraganda leiksins.

Talið er mögulegt að Southgate skipti í 3-5-2 kerfi gegn Sviss. Þá eru líkur á því ef hann heldur sig við 4-2-3-1 kerfið sé hann tilbúinn að breyta í miðjum leik ef liðinu gengur illa að finna glufur á svissneska liðinu.

England kláraði leikinn gegn Slóvökum í þriggja miðvarða kerfi í framlengingunni og Southgate hefur áður notast við slíkt leikkerfi, bæði á HM 2018 og síðasta Evrópumóti.

Ef hann notar það gegn Sviss er líklegt að John Stones, Kyle Walker og Ezri Konsa verði miðverðirnir en Marc Guehi getur ekki spilað vegna leikbanns.

Sviss notar þriggja miðvarða kerfi og hugmyndin hjá Southgate gæti verið að mæta því.
Athugasemdir
banner
banner
banner