Fernandes og De Bruyne til Sádí-Arabíu? - Salah fær nýjan samning - Calafiori til Arsenal
   fim 04. júlí 2024 14:00
Elvar Geir Magnússon
Toney pirraður að fá ekki meiri spiltíma
Ivan Toney, sóknarmaður Englands.
Ivan Toney, sóknarmaður Englands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Ivan Toney viðurkennir að hafa verið pirraður þegar hann var settur inn af bekknum í uppbótartíma gegn Slóvakíu. Hann segir að hann muni grípa tækifærið þegar hann fær það.

Toney lék sinn fyrsta leik fyrir England á EM þegar hann kom af bekknum gegn Slóvökum í uppbótartíma venjulegs leiktíma. Hann átti svo stoðsendingu að sigurmarki Harry Kane í framlengingu.

„Það er erfitt að sitja á bekknum fyrir leikmenn sem eru vanir því að spila í hverri viku fyrir félagslið sín. Ég hef verið í þessari stöðu áður og þegar ég fæ tækifærið þá nýti ég það," segir Toney.

Hann er lykilmaður hjá Brentford en hjá enska landsliðinu er þessi 28 ára leikmaður í hlutverki varamanns fyrir Kane.

„Hjá Brentford erum við með íþróttasálfræðing sem heitir Michael Caufield. Hann talar alltaf um að hafa stjórn á tilfinningunum. Ég var pirraður en það voru enn 30 mínútur eftir í framlengingu og þú þarft að komast úr þessari tilfinningu og ná einbeitingu."

„Maður þarf að vera tilbúinn og það þarf fleiri en ellefu leikmenn til að vinna stórmót."

Toney og félagar í enska landsliðinu eru að búa sig undir að mæta Sviss í 8-liða úrslitum á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner