Fernandes og De Bruyne til Sádí-Arabíu? - Salah fær nýjan samning - Calafiori til Arsenal
   fim 04. júlí 2024 14:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Víkingar búnir að samþykkja tilboð frá Norrköping
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Víkingur samþykkt kauptilboð sænska félagsins Norrköping í Sigdísi Evu Bárðardóttur.

Fjallað var um áhuga sænska félagsins á þriðjudag og nú er það undir Sigdísi komið hvort hún færi sig um set eða ekki.

Sigdís verður átján ára í desember. Hún er algjör lykilmaður í liði Víkings og á að baki 31 leiki fyrir unglingalandsliðin. Í þeim hefur hún skorað fjögur mörk. Hún á þá að baki tvo leiki fyrir U23 landsliðið.

Sigdís vildi sjálf ekki tjá sig um áhuga Norrköping þegar Fótbolti.net ræddi við hana eftir leikinn gegn Fylki á þriðjudag.

John Andrews, þjálfari Víkings, ræddi hins vegar aðeins um Sigdísi og Norrköping í viðtalinu eftir leik.

„Það er nægur áhugi á henni. Þú verður að spyrja hana hvort hún gæti farið í glugganum. Þetta er hennar ferill, hún hefur verið frábær fyrir okkur og ef hún vill vera á fram verður hún áfram frábær fyrir okkur. Ef hún vill vera áfram, þá er henni það meira en velkomið. Hún er frábær og er fjölskyldu sinni og klúbbnum til sóma. Hún mun eiga frábæran feril," sagði þjáfarinn.

Sigdís hefur skorað þrjú mörk í Bestu deildinni í sumar og skoraði átta mörk í deildinni og átta mörk í bikarnum í fyrra þegar Víkingur vann Lengjudeildina og Mjólkurbikarinn.

Nýliðarnir í Víkingi eru í 5. sæti Bestu deildarinnar. Norrköping er í 8.sæti sænsku deildarinnar, með 17 stig eftir 12 leiki en án sigurs í síðustu fjórum leikjum. Landsliðskonan Diljá Ýr Zomers lék með liðinu á þarsíðasta tímabili og hjálpaði því að komast upp úr næstefstu deild. Liðið endaði í 9. sæti efstu deildar í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner