Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
banner
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
föstudagur 27. desember
Engin úrslit úr leikjum í dag
fös 04.ágú 2023 12:30 Mynd: Getty Images
Magazine image

Spáin fyrir enska - 13. sæti: „Vil hafa hann þarna næstu áratugina"

Það styttist heldur betur í það að þjóðaríþrótt Íslendinga, enska úrvalsdeildin fari af stað. Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki hvers lið og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.

Núna er komið að Fulham, liði sem kom mjög á óvart, sem er spáð 13. sæti deildarinnar í ár.

Fulham fagnar marki á síðasta tímabili.
Fulham fagnar marki á síðasta tímabili.
Mynd/Getty Images
Marco Silva, stjóri Fulham.
Marco Silva, stjóri Fulham.
Mynd/EPA
Frá Craven Cottage, heimavelli Fulham.
Frá Craven Cottage, heimavelli Fulham.
Mynd/Getty Images
Verður Mitrovic áfram hjá félaginu.
Verður Mitrovic áfram hjá félaginu.
Mynd/Getty Images
Miðjumaðurinn Joao Palhinha er frábær leikmaður.
Miðjumaðurinn Joao Palhinha er frábær leikmaður.
Mynd/Getty Images
Willian er ekki búinn.
Willian er ekki búinn.
Mynd/EPA
Snorri Barón er stuðningsmaður Fulham.
Snorri Barón er stuðningsmaður Fulham.
Mynd/Úr einkasafni
Clint Dempsey fagnar marki með Fulham.
Clint Dempsey fagnar marki með Fulham.
Mynd/Getty Images
Sóknarmaðurinn Raul Jimenez fékk félagaskipti til Fulham í sumar.
Sóknarmaðurinn Raul Jimenez fékk félagaskipti til Fulham í sumar.
Mynd/Getty Images
Varnarmaðurinn Tim Ream er öflugur.
Varnarmaðurinn Tim Ream er öflugur.
Mynd/Getty Images
Miðjumaðurinn Andreas Pereira var flottur á síðasta tímabili.
Miðjumaðurinn Andreas Pereira var flottur á síðasta tímabili.
Mynd/EPA
Úr leik hjá Fulham á síðasta tímabili.
Úr leik hjá Fulham á síðasta tímabili.
Mynd/Getty Images
Vinsæll hjá stuðningsmönnum Fulham.
Vinsæll hjá stuðningsmönnum Fulham.
Mynd/Getty Images
Hvar endar Fulham á komandi leiktíð?
Hvar endar Fulham á komandi leiktíð?
Mynd/EPA
Um Fulham: Það kom mörgum á óvart hversu þægilegt tímabil Fulham átti á síðustu leiktíð. Liðinu var fyrir tímabil spáð mikilli fallbaráttu en liðið var lengi vel í baráttu um Evrópusæti. Fulham endaði að lokum í tíunda sæti sem verður að teljast mjög flottur árangur.

Fulham hefur á síðustu árum verið eitt mesta jójó-lið Englands en félagið ætlar að reyna að festa sig í sessi núna og byggja á þeim árangri sem náðist á síðasta tímabili.

Sádi-Arabía hefur verið að trufla félagið mikið í sumar en félög þar í landi hafa verið að reyna að krækja í lykilmenn á borð við Aleksandar Mitrovic og Willian, auk þess að það var reynt að fá stjórann Marco Silva en hann neitaði stóru tilboði og verður áfram við stjórnvölinn eftir að hafa gert mjög vel með liðið undanfarin ár.

Stjórinn Eins og kom hér fram rétt að ofan þá er Marco Silva stjóri Fulham. Hann flaug með liðinu upp úr Championship-deildinni og náði flottum árangri á síðasta tímabili. Portúgalinn, sem stýrði áður Hull, Everton og Watford sýndi mikla hollustu við Fulham í sumar þegar hann hafnaði stóru tilboði frá Sádi-Arabíu sem hefði gert hann að næsta launahæsta fótboltastjóranum í heiminum. Undirbúningstímabilið hefur ekki gengið eins og í sögu hjá Fulham og Silva fær alvöru áskorun að fylgja á eftir síðustu leiktíð.

Leikmannaglugginn: Það hefur mikið gengið á hjá Fulham í sumar, aðallega í kringum markahrókinn Mitrovic sem er heillaður af peningunum í Sádi-Arabíu. Hann mætti nýverið aftur til æfinga eftir að hafa farið í fýlu um stund og spurning er hvort að hann verði áfram. Núna er Willian einnig með tilboð á borðinu frá Sádí og spurning hvað gerist í þeim efnum.

Komnir:
Calvin Bassey frá Ajax - 19,3 milljónir punda
Raúl Jiménez frá Wolves - 5 milljónir punda

Farnir:
Joe Bryan til Millwall - samningur rann út
Steven Sessegnon - samningur rann út
Shane Duffy til Norwich - samningur rann út
Paulo Gazzaniga til Girona - samningur rann út

Út frá leikmannaglugganum þá er líklegt byrjunarlið svona:



Lykilmenn: Mitrovic er auðvitað lykilmaður ef hann verður áfram hjá félaginu. Hann sýndi það loksins á síðustu leiktíð að hann getur skorað mörk annars staðar en bara í Championship-deildinni. Miðjumaðurinn Joao Palhinha var gríðarlega sterkur á síðustu leiktíð og er líklegur til að fara í stærra félag á næstu árum. Hann byrjar tímabilið meiddur og það er högg fyrir Fulham. Þá var virkilega gaman að fylgjast með Willian á síðustu leiktíð. Maður hélt einhver veginn að ferill hans væri búinn en hann var virkilega góður á síðasta tímabili.

„Vantaði eitthvað áhugamál til að sökkva mér í"
Umboðsmaðurinn Snorri Barón Jónsson heldur með Fulham og við fengum hann til að svara nokkrum spurningum tengdum liðinu.

Ég byrjaði að halda með Fulham af því að... Ég fór í meðferð. Hætti öllu djammi og djúseríi og hafði allt í einu 99% meiri tíma aflögu en áður. Þannig að mig vantaði eitthvað áhugamál til að sökkva mér í. Hef alltaf verið mikill maður fótboltans. Varð nú aldrei neitt sérstaklega flinkur í sjálfri íþróttinni, en þeim mun flinkari í að horfa á og stúdera leikinn.

Fast forward til ársins 2000. Árið áður hafði United unnið allt sem hægt var að vinna. Þá var ég búinn að glápa svo mikið á fótbolta að ég var alveg orðinn veikur. En mér hafði ekki tekist að bindast alvöru böndum við neitt lið. Horfði bara á allt, en hélt ekki með neinum. Þar til eitt huggulegt þriðjudagskvöldið var leikur í FA Cup. Manchester United vs. Fulham, sem þá voru í Championshippinu. Ég var alveg ómeðvitaður um þær hræringar sem þegar voru komnar í gang hjá Fulham á þessum tíma. Ég bjóst við að United myndu taka alvöru rassskellingu á þá, en það var svo sannarlega ekki raunin. Fulham mættu grimmir til leiks, spiluðu einnar snertingar Barcelonabolta og sýndu United enga miskunn. Fyrsta mark leiksins skoraði ungur Frakki, Fabrice Fernandez, af 40 metra færi í sammarann úr aukaspyrnu. Og lengi vel stóð leikurinn tæpt þar til Teddy Sheringham rétt marði sigurmark undir lok leiks eins og hann var vanur að gera.

Fulham tapaði leiknum en áunnu sér nýjan stuðningsmann. Því ég fór að skoða liðið, sá að þarna var prójekt sem fyrrum tengdapabbi Díönu Prinsessu, Mohammad Al Fayed, var að fjárfesta í. Franska legendið Jean Tigana var að þjálfa og fullt af spennandi leikmönnum voru mættir þar til leiks. Þetta sama tímabil vann Fulham Championship deildina með rugluðum yfirburðum og tryggði sig upp í úrvalsdeildina í fyrsta skipti í einhver árþúsund.

Áttu uppáhalds minningu tengda félaginu þínu? Þær eru nokkrar. Sigurleikurinn gegn Juventus 2010, þegar Fulham voru 3-1 undir úr fyrri leiknum en unnu seinni leikinn 4-1 og komust áfram í úrslit Evrópudeildarinnar. Markið sem Clint Dempsey skoraði, sem var sigurmarkið, er eitt mesta big dick energy mark sögunnar. Hvet alla til að gúggla það. Ískaldur. Vippaði boltanum úr þröngri stöðu yfir markmanninn, á fáránlega mikilvægu mómenti og úr varð markið sem kom þeim í úrslit. Ætli ég verði ekki að segja að þetta sé minning minniganna.



Hvernig fannst þér síðasta tímabil? Geggjað. Allt small loksins. Marco Silva er frábær þjálfari og hann er búinn að koma alvöru stemningu í mannskapinn aftur. Þetta er lið sem trúir og virðist ekki vera algjörlega standandi og fallandi með einhverjum einum leikmanni, þó auðvelt sé að benda á mörkin sem Mitrovic skoraði. Það hægðist á Mitro þegar líða fór á tímabilið og þá fóru aðrir bara að skora. Ég held að framtíðin sé björt, þó svo að það sé ekkert mikið að frétta af leikmannamarkaðnum í sumar.

Ertu með einhverja sérstaka leikdagshefð? Ekki annað en það að ég horfi, sama hvaða krókaleið ég þarf að fara í það. Ég forgangsraða Fulhamleik yfir allt annað og hef oft fengið skít í smettið fyrir.

Hvern má ekki vanta í liðið? Liðið er nokkuð sjálfbært og því ekkert 100% panikk þó einhvern einn vanti. En ef ég á að nefna einhvern þá er það Palhinha. Hann er svo aggressífur og öflugur á miðjunni að það er erfiðara að spila á móti þeim þegar hann er með.

Hver er veikasti hlekkurinn? Á síðasta tímabili var það bara enginn. Þeir stóðu sig allir.

Þessum leikmanni á að fylgjast með… Willian. Þó hann sé 35 ára þá er hann að spila sinn besta bolta. Ótrúleg gæði og seigla.

Við þurfum að kaupa… Ef Mitro fer, þá þarf náttúrulega að kaupa einhvern töffara sem getur tuddast í varnarmönnum og dreift fókusnum þeirra. En annars þá eru kaupin sem gott væri að fara í meira bara að styrkja hópinn og búa til meiri breidd, heldur en að einhver ein staða sé algjörlega í ruglinu.

Hvað finnst þér um stjórann? Elska hann. Ég vil hafa hann þarna næstu áratugina.

Hvernig líður þér fyrir tímabilinu sem er framundan? Ég er bara brattur. Ég trúi að liðið standi í lappirnar og haldi áfram þar sem frá var horfið.

Hvar endar liðið? 8. sæti.

Fulham hefur leik í ensku úrvalsdeildinni laugardaginn 12. ágúst gegn Everton á útivelli.




Þau sem spáðu: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Stefán Marteinn Ólafsson og Sverrir Örn Einarsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. ?
13. Fulham, 81 stig
14. Burnley, 80 stig
15. Wolves, 71 stig
16. Nottingham Forest, 67 stig
17. Everton, 66 stig
18. Bournemouth, 56 stig
19. Sheffield United, 31 stig
20. Luton Town, 16 stig
Athugasemdir
banner