Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Inkasso-deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.
Spáin:
1. ?
2. Keflavík 221 stig
3. Leiknir R. 207 stig
4. Þór 161 stig
5. HK 157 stig
6. Grindavík 141 stig
7. Fram 119 stig
8. Haukar 117 stig
9. Leiknir F. 73 stig
10. Selfoss 71 stig
11. Fjarðabyggð 42 stig
12. Huginn 41 stig
2. Keflavík
Lokastaða í fyrra: 12. sæti í Pepsi-deild
Keflavík féll úr Pepsi-deildinni í fyrra eftir mjög erfitt sumar. Keflvíkingar spiluðu síðast í 1. deild árið 2003 en þá flugu þeir upp. Samkvæmt spánni mun Keflavík fara aftur upp í efstu deild í ár.
Þjálfarinn: Jóhann Birnir Guðmundsson og Haukur Ingi Guðnason létu af störfum hjá Keflavík síðastliðið haust eftir að hafa stýrt liðinu síðari hluta sumars. Þorvaldur Örlygsson var ráðinn þjálfari í kjölfarið. Þorvaldur hefur undanfarin tvö ár stýrt HK en hann var áður þjálfari Fram, ÍA, KA og Fjarðabyggðar.
Styrkleikar: Reynslan í Kefavíkurliðinu er sú langmesta í 1. deildinni en margir leikmenn í hópnum eiga yfir 100 leiki að baki í Pepsi-deildinni. Kjarninn í hópnum er ekki ósvipaður og í fyrra en heimamenn liðsins ákváðu allir að taka slaginn áfram í 1. deildinni auk þess sem Jónas Guðni Sævarsson kom aftur á heimaslóðir. Keflavík fór alla leið í undanúrslit Lengjubikarsins en vörn liðsins var öflug í vetur og skipulagið virðist vera mun betra en það var í fyrra.
Veikleikar: Hörður Sveinsson hefur verið mikið meiddur í vetur og spurning er hver á að skora mörkin í sumar. Hólmar Örn Rúnarsson verður ekkert með vegna meiðsla og óvíst er með Jóhann Birni Guðmundsson. Eftir vont tímabil í fyrra þurfa Keflvíkingar að snúa bökum saman og ná aftur upp stemningu í liðinu. Keflavík vann einungis tvo heimaleiki í Pepsi-deildinni fyrra og stemningin í kringum liðið var lítil síðari hluta sumars.
Lykilmenn: Guðjón Árni Antoníusson, Haraldur Freyr Guðmudsson, Jónas Guðni Sævarsson.
Gaman að fylgjast með: Bojan Stefán Ljubicic hefur komið talsvert við sögu undanfarin ár. Hæfileikaríkur leikmaður sem gæti sprungið út í sumar.
Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:
Komnir:
Axel Kári Vignisson frá HK
Beitir Ólafsson frá HK
Guðmundur Magnússon frá HK
Haukur Baldvinsson frá Víkingi R.
Jónas Guðni Sævarsson frá KR
Marc McAusland frá Skotlandi
Farnir:
Alexander Magnússon í Þrótt Vogum á láni
Chukwudi Chijindu
Farid Zato til Tékklands
Martin Hummervoll í ÍA
Paul Bignot til Englands
Sammy Hernandez til Spánar
Sindri Snær Magnússon í ÍBV
Fyrstu leikir Keflavíkur:
Á morgun HK - Keflavík
14. maí Keflavík - Selfoss
21. maí Fjarðabyggð - Keflavík
Athugasemdir