Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   mið 05. júní 2024 10:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Conte tekinn við Napoli (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli, tilkynnti á X í morgun að Antonio Conte væri búinn að skrifa undir þriggja ára samning við félagið. Í kjölfarið tilkynnti svo félagið sjálft um komu Conte.

Conte tekur við stjórnartaumunum og fær 6 milljónir evra í árslaun. Það gerir hann að launahæsta stjóra í sögu Napoli.

Conte er mjög sigursæll þjálfari. Hann hefur unnið ítölsku deildina fjórum sinnum og þá vann hann ensku úrvalsdeildina sem stjóri Chelsea. Hann hefur verið án starfs frá því að hann yfirgaf Tottenham í mars í fyrra.

Napoli hefur verið orðað við nokkra leikmenn síðustu vikur og er þar á meðal Albert Guðmundsson sem fer líklega frá Genoa í sumar.

Napoli endaði í 10. sæti Serie A eftir að hafa unnið deildina fyrir ári síðan. Conte tekur við af Francesco Calzona sem var þriðji stjórinn til að stýra Napoli á leiktíðinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner