Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   mið 05. júní 2024 21:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Keflavík gekk frá Leikni í fyrri hálfleik
Lengjudeildin
Dagur Ingi Valsson skoraði tvö mörk
Dagur Ingi Valsson skoraði tvö mörk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflavík 5 - 0 Leiknir R.
1-0 Ari Steinn Guðmundsson ('4 )
2-0 Stefán Jón Friðriksson ('6 )
3-0 Dagur Ingi Valsson ('20 , víti)
4-0 Frans Elvarsson ('28 )
5-0 Dagur Ingi Valsson ('36 )
Rautt spjald: Haraldur Freyr Guðmundsson, Keflavík ('45) Lestu um leikinn


Keflavík fór ansi illa með Leikni á heimavelli í kvöld.

Liðið lagði grunninn að sigrinum strax í upphafi en Ari Steinn og Stefán Jón skoruðu sitt markið hvor með tveggja mínútna millibili og ekki tíu mínútur liðnar af leiknum.

Viktor Freyr Sigurðsson markvörður Leiknis gerði sig svo sekann um slæm mistök þegar hann braut á Mamadou Diaw innan teigs og vítaspyrna dæmd. Dagur Ingi skoraði að miklu öryggi úr vítinu.

Frans gerði svo út um leikinn með marki eftir tæplega hálftíma leik áður en hann lagði upp fimmta og síðasta mark Keflavíkur en það var Dagur Ingi sem skoraði þá sitt annað mark í leiknum.

Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur missti stjórn á skapi sínu undir lok fyrri hálfleiks þegar hann kastaði brúsa í jörðina og hann skoppaði inn á völlinn. Þegar hann fór að sækja brúsann aftur reif Arnar Þór Stefánsson dómari leiksins upp rauða spjaldið.

Keflavík nældi í sinn annan sigur í sumar en Leiknir er á botninum með þrjú stig.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Njarðvík 8 6 1 1 19 - 8 +11 19
2.    Fjölnir 8 5 2 1 15 - 10 +5 17
3.    ÍBV 8 3 4 1 16 - 10 +6 13
4.    Afturelding 8 3 2 3 11 - 16 -5 11
5.    Keflavík 8 2 4 2 13 - 7 +6 10
6.    Grindavík 7 2 4 1 14 - 12 +2 10
7.    Grótta 8 2 4 2 13 - 15 -2 10
8.    ÍR 8 2 3 3 9 - 15 -6 9
9.    Dalvík/Reynir 8 1 4 3 10 - 14 -4 7
10.    Þróttur R. 8 1 3 4 12 - 13 -1 6
11.    Þór 7 1 3 3 9 - 13 -4 6
12.    Leiknir R. 8 2 0 6 9 - 17 -8 6
Athugasemdir
banner
banner
banner