Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   mið 05. júní 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stórt nafn í umræðunni um starfið hjá Íslendingaliði Lyngby
Daniel Agger.
Daniel Agger.
Mynd: Getty Images
Það var tilkynnt í gær að David Nielsen myndi ekki halda áfram sem þjálfari Lyngby í Danmörku. Nielsen tók við Lyngby eftir áramót og náði að bjarga liðinu frá falli.

Talað var um það í yfirlýsingu félagsins að um sameiginlega ákvörðun væri að ræða.

Tipsbladet tók í dag saman lista yfir fimm þjálfara sem gætu tekið við Lyngby og er stórt nafn þar á meðal.

Það er Daniel Agger, fyrrum leikmaður Liverpool. Hann lék lengi í vörn enska félagsins en eftir að skórnir fóru upp á hillu hefur hann verið að þjálfa heima í Danmörku. Agger, sem er 39 ára, var þjálfari HB Köge frá 2021 til 2023 en er núna án félags.

Mads Kristensen, aðstoðarþjálfari Lyngby, Christian Lønstrup, þjálfari Hilleröd, Michael Hansen, þjálfari Fredericia, og Jakob Michelsen, þjálfari HamKam, eru einnig orðaðir við starfið.

Andri Lucas Guðjohnsen, Kolbeinn Finnsson og Sævar Atli Magnússon eru allir á mála hjá Lyngby.
Athugasemdir
banner