Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   mið 05. júní 2024 19:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Van Bronckhorst tekur við Besiktas (Staðfest)
Mynd: Rangers

Hollendingurinn Giovanni Van Bronckhorst er tekinn við sem stjóri tyrkneska félagsins Besiktast.


Ole Gunnar Solskjær fyrrum leikmaður og stjóri Manchester United var orðaður við stöðuna fyrr í dag.

Besiktas endaði í 6. sæti tyrknesku deildarinnar en liðið spilar í Evrópudeildinni á næstu leiktíð eftir að hafa staðið uppi sem sigurvegari í tyrkneska bikarnum eftir sigur á Trabzonspor í úrslitum.

Van Bronckhorst er 49 ára og átti frábæran feril sem leikmaður en hann lék m.a. með Arsenal og Barcelona og spilaði rúmlega 100 landsleiki fyrir þjóð sína.

Hann stýrði Rangers frá 2021 til 2022 áður en hann var rekinn en hann lék einnig með skoska liðinu á sínum tíma.


Athugasemdir
banner
banner