Fernandes og De Bruyne til Sádí-Arabíu? - Salah fær nýjan samning - Calafiori til Arsenal
banner
   fim 04. júlí 2024 13:30
Elvar Geir Magnússon
Erdogan á leiðinni á EM
Erdogan mætti á HM í Katar og er núna á leið á EM.
Erdogan mætti á HM í Katar og er núna á leið á EM.
Mynd: Getty Images
Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands er á leið til Þýskalands til að vera viðstaddur viðureign Tyrklands og Hollands í 8-liða úrslitum Evrópumótsins á laugardag.

Erdogan ætlaði að fara á fund í Aserbaídsjan um helgina en hefur breytt áætlunum sínum til að styðja tyrkneska landsliðið. Varaforsetinn Cevdet Yilmaz mun í staðinn fara til Aserbaídsjan.

Merih Demiral skoraði bæði mörk Tyrklands í 2-1 sigrinum gegn Austurríki í 16-liða úrslitum. Hann gæti fengið refsingu fyrir fögnuð sinn en UEFA skoðar hvort hann hafi brotið reglur varðandi öfgaþjóðernishyggju.

Hann sendi svokallaða 'úlfakveðju' sem er tengd öfgahægriflokknum umdeilda 'Gráu úlfunum' sem tengist Þjóðarhreyfingunni í Tyrklandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner