Fernandes og De Bruyne til Sádí-Arabíu? - Salah fær nýjan samning - Calafiori til Arsenal
banner
   mið 03. júlí 2024 23:27
Brynjar Ingi Erluson
2. deild: Ótrúleg endurkoma í Hafnarfirði - Víkingur Ó. áfram taplaust
Haukur Darri Pálsson innsiglaði magnaðan sigur Þróttara
Haukur Darri Pálsson innsiglaði magnaðan sigur Þróttara
Mynd: Þróttur V.
Guðjón Pétur skoraði fyrir Hauka
Guðjón Pétur skoraði fyrir Hauka
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Jón Arnar Barðdal skoraði sigurmark KFG
Jón Arnar Barðdal skoraði sigurmark KFG
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var mikið um dýrðir í 10. umferð 2. deildar karla í dag en Þróttur V. og KFG unnu magnaða sigra í markaveislum á meðan KFA vann Völsung, 2-0, í hörkuleik.

Rafael Caballe skoraði eina mark Hattar/Hugins í 1-0 sigrinum á KF í dag. Markið gerði hann á 17. mínútu leiksins.

Þróttur V. sótti þá magnaðan 5-3 sigur gegn Haukum á BIRTU-vellinum í Hafnarfirði.

Haukar voru með 3-0 forystu eftir nítján mínútur. Daði Snær Ingason skoraði tvö og Guðjón Pétur Lýðsson eitt.

Jóhann Þór Arnarsson kom Þrótturum inn í leikinn undir lok fyrri hálfleiks og þegar rúmur klukkutími var liðinn gerðu þeir Guðni Sigþórsson og Hreinn Ingi Örnólfsson tvö mörk fyrir gestina.

Jóhann Þór gerði annað mark sitt á 70. mínútu og kom Þrótturum í forystu áður en Haukur Darri Pálsson gulltryggði gestunum góðan 5-3 sigur.

Önnur markaveisla var í boði í Garðabæ er KFG vann Reyni Sandgerði, 5-4.

Staðan var 3-2 fyrir KFG í hálfleik. Ólafur Bjarni Hákonarson bætti við forystuna á 56. mínútu en Reynismenn komu til baka. Kristófer Páll Viðarsson skoraði úr víti og þá jafnaði Sindri Þór Guðmundsson á 77. mínútu.

Jón Arnar Barðdal var hetja KFG með marki á lokamínútum og leiksins og þar við sat.

Selfoss vann 2-1 útisigur á Ægi. Þorlákur Breki Baxter og Aron Vokes með mörk gestanna en Brynjólfur Þór Eyþórsson gerði mark Ægis undir lok fyrri hálfleiks.

KFA vann 2-0 sigur á Völsungi á Húsavík. Heiðar Snær Ragnarsson kom KFA á bragðið á 6. mínútu og þá bætti Julio Fernandes við öðru undir lok leiks.

Víkingur Ólafsvík er eina taplausa liðið í deildinni en liðið gerði 1-1 jafntefli við Kormák/Hvöt.

Heimamenn í Kormáki/Hvöt jöfnuðu á 78, mínútu leiksins og undir lokin fengu tveir Ólafsvíkingar að líta rauða spjaldið. Ómar Castaldo Einarsson, markvörður Víkings, og varamaðurinn Aron Gauti Kristjánsson voru báðir reknir af velli.

Selfoss er á toppnum með 25 stig, Víkingur Ó í öðru sæti með 20 stig og svo kemur KFA í þriðja sæti með 19 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Höttur/Huginn 1 - 0 KF
1-0 Rafael Llop Caballe ('17 )

Haukar 3 - 5 Þróttur V.
1-0 Daði Snær Ingason ('9 )
2-0 Daði Snær Ingason ('11 )
3-0 Guðjón Pétur Lýðsson ('19 )
3-1 Jóhann Þór Arnarsson ('44 )
3-2 Guðni Sigþórsson ('61 )
3-3 Hreinn Ingi Örnólfsson ('67 )
3-4 Jóhann Þór Arnarsson ('70 )
3-5 Haukur Darri Pálsson ('90 )

KFG 5 - 4 Reynir S.
1-0 Bjarki Hauksson ('2 )
1-1 Kristófer Páll Viðarsson ('9 )
2-1 Arnar Ingi Valgeirsson ('29 )
3-1 Jón Arnar Barðdal ('39 )
3-2 Bergþór Ingi Smárason ('40 )
4-2 Ólafur Bjarni Hákonarson ('56 )
4-3 Kristófer Páll Viðarsson ('58 , Mark úr víti)
4-4 Sindri Þór Guðmundsson ('77 )
5-4 Jón Arnar Barðdal ('87 )

Kormákur/Hvöt 1 - 1 Víkingur Ó.
0-1 Luis Romero Jorge ('43 )
1-1 Artur Jan Balicki ('78 , Mark úr víti)
Rautt spjald: ,Ómar Castaldo Einarsson , Víkingur Ó. ('90)Aron Gauti Kristjánsson , Víkingur Ó. ('90)

Ægir 1 - 2 Selfoss
0-1 Þorlákur Breki Þ. Baxter ('24 )
0-2 Aron Lucas Vokes ('33 )
1-2 Brynjólfur Þór Eyþórsson ('41 )

Völsungur 0 - 2 KFA
0-1 Heiðar Snær Ragnarsson ('6 )
0-2 Julio Cesar Fernandes ('90 )
2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Selfoss 10 8 1 1 21 - 9 +12 25
2.    Víkingur Ó. 10 5 5 0 24 - 12 +12 20
3.    KFA 10 6 1 3 23 - 17 +6 19
4.    Völsungur 10 5 1 4 20 - 14 +6 16
5.    Þróttur V. 10 5 1 4 18 - 17 +1 16
6.    Ægir 10 4 3 3 16 - 12 +4 15
7.    Haukar 10 4 2 4 17 - 19 -2 14
8.    Kormákur/Hvöt 10 3 3 4 10 - 12 -2 12
9.    Höttur/Huginn 10 3 3 4 17 - 21 -4 12
10.    KFG 10 3 1 6 17 - 19 -2 10
11.    Reynir S. 10 1 2 7 15 - 30 -15 5
12.    KF 10 1 1 8 8 - 24 -16 4
Athugasemdir
banner
banner