Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   fim 06. júní 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gaman að vera orðaður við Chelsea og Newcastle
Mynd: EPA

Filip Jorgensen markvörður Villarreal segist mjög stoltur af því að vera orðaður við lið á borð við Newcastle og Chelsea.


Þessi 22 ára gamli markvörður er fæddur í Svíþjóð en hann á danskan faðir og ákvað að spila fyrir u21 árs landslið Danmerkur.

Hann kom við sögu í 36 af 38 leikjum Villarreal í spænsku deildinni á síðustu leiktíð en liðið hafnaði í 8. sæti deildarinnar.

„Það er gaman. Maður sér að maður hefur gert eitthvað gott. Það er erfitt að segja hvað gerist. Ég vil bara bæta mig á hverjum degi og gera mitt besta. Það er ekkert klárt plan, ef eitthvað gott gerist getum við talað um það og skoðað hvað sé best fyrir mig, Villarreal og alla sem eiga í hlut," sagði Jorgensen


Athugasemdir
banner
banner