Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   fim 06. júní 2024 08:48
Elvar Geir Magnússon
London
Ísland lék á galtómum Wembley fyrir fjórum árum
Icelandair
Wembley var galtómur þegar England og Ísland mættust 2020.
Wembley var galtómur þegar England og Ísland mættust 2020.
Mynd: Getty Images
Phil Foden var maður leiksins.
Phil Foden var maður leiksins.
Mynd: Getty Images
Íslenska landsliðið mætir því enska í vináttulandsleik á Wembley klukkan 18:45 annað kvöld. Þetta verður síðasti leikur Englands fyrir Evrópumótið í Þýskalandi.

Ísland og England hafa mæst fimm sinnum áður og þar af einu sinni áður á Wembley. Ísland hefur unnið einn leik, en það var þegar liðin mættust í leiknum fræga í 16-liða úrslitum EM 2016 í Frakklandi.

Jafntefli varð niðurstaðan í fyrstu viðureign liðanna, á Laugardalsvelli í júní 1982. Síðustu tveir leikir liðanna voru í Þjóðadeildinni árið 2020, en þar unnu Englendingar báða leikina.

Í dag, fimmtudag, mun Ísland æfa á Wembley en uppselt er á leikinn á morgun. Það verða hinsvegar auðvitað engir áhorfendur á æfingunni í dag, rétt eins og þegar liðin léku síðast á vellinum.

Það var þann 18. nóvember 2020, meðan Covid faraldurinn geysaði, sem liðin léku fyrir luktum dyrum í Þjóðadeildarleik á Wembley. Phil Foden skoraði tvívegis í leiknum, eftir að Birkir Már Sævarsson hafði fengið rautt spjald. Declan Rice og Mason Mount höfðu skorað tvö fyrstu mörkin í 4-0 sigri Englands.

Sverrir Ingi Ingason, Jón Dagur Þorsteinsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og Arnór Ingvi Traustason spiluðu þann leik á Wembley en þeir eru líka í hópnum núna. Arnór Sigurðsson og Alfons Sampsted voru ónotaðir varamenn.
Athugasemdir
banner
banner