Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   fim 06. júní 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Son vill verða goðsögn hjá Tottenham
Mynd: Getty Images
Heung Min Son leikmaður Tottenham vonast til að verða goðsögn hjá félaginu.

Þessi 31 árs gamli leikmaður tók við fyrirliðabandinu hjá félaginu eftir að Harry Kane gekk til liðs við Bayern Munchen. Hann segist ekki vera goðsögn hjá félaginu fyrr en liðið muni vinna bikara.

„Það er ekki ég sem ákveð að ég sé goðsögn. Ég myndi ekki kalla mig goðsögn því ég vil vinna eitthvað hérna og þess vegna er ég svo skuldbundinn. Framtíðin er björt með þessum stjóra og þessum hópi svo við verðum að halda áfram að bæta okkur svo við getum náð betri árangri saman," sagði Son.

„Þegar það kemur að því að ég yfirgef þetta stórkostlega félag vona ég að allir geti kallað mig goðsögn sem væri risastór heiður og eitthvað sem ég væri mjög þakklátur fyrir."


Athugasemdir
banner
banner