Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 23. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 22. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
fimmtudagur 21. september
Sambandsdeildin
miðvikudagur 20. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 18. september
fimmtudagur 14. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
miðvikudagur 13. september
þriðjudagur 12. september
Undankeppni EM U21 landsliða
mánudagur 11. september
Undankeppni EM
sunnudagur 10. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
föstudagur 29. mars
Championship
Blackburn - Ipswich Town - 17:30
Bristol City 0 - 0 Leicester
Cardiff City - Sunderland - 15:00
Huddersfield - Coventry - 15:00
Hull City - Stoke City - 15:00
Millwall 1 - 0 West Brom
Norwich - Plymouth - 15:00
Preston NE - Rotherham - 15:00
QPR - Birmingham - 15:00
Sheff Wed - Swansea - 15:00
Southampton - Middlesbrough - 15:00
Watford - Leeds - 20:00
Division 1 - Women
Paris W - Montpellier W - 20:00
Úrvalsdeildin
Dinamo - Rostov - 16:30
La Liga
Cadiz - Granada CF - 20:00
þri 09.ágú 2022 18:23 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Arnar Halls: Svik við samninginn sem ég gerði

Arnar Hallsson lét af störfum sem þjálfari ÍR þann 19. júní í sumar. Arnar var á sínu öðru tímabili með liðið og endaði liðið í 8. sæti í deildinni í fyrra. Þegar hann lét af störfum var ÍR í fimmta sæti deildarinnar með ellefu stig eftir sjö leiki og á leiðinni í leik gegn FH í Mjólkurbikarnum. Í dag er liðið í 8. sæti með sextán stig eftir fimmtán leiki.

Arnar og Jörgen Pettersen
Arnar og Jörgen Pettersen
Mynd/ÍR
Reynir var seldur til Fjölnis í vetur.
Reynir var seldur til Fjölnis í vetur.
Mynd/Fótbolti.net - Hulda Margrét
Magnús Þór Jónsson
Magnús Þór Jónsson
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik hjá ÍR í sumar.
Úr leik hjá ÍR í sumar.
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Marki fagnað í fyrra.
Marki fagnað í fyrra.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einunigs staðið við tvö af átta atriðum sem samið var um.
Einunigs staðið við tvö af átta atriðum sem samið var um.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Þetta færði mér ekki ánægju'
'Þetta færði mér ekki ánægju'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Maggi og Arnar
Maggi og Arnar
Mynd/ÍR
'Ég var í raun vonsvikinn með það því ég var búinn að styrkja félagið mjög hraustlega sjálfur'
'Ég var í raun vonsvikinn með það því ég var búinn að styrkja félagið mjög hraustlega sjálfur'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það átti ekki pening fyrir boltum þannig ég keypti bolta'
'Það átti ekki pening fyrir boltum þannig ég keypti bolta'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar kom Aftureldingu upp úr 2. deild árið 2018.
Arnar kom Aftureldingu upp úr 2. deild árið 2018.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fran Greco gekk í raðir ÍR fyrir tímabilið.
Fran Greco gekk í raðir ÍR fyrir tímabilið.
Mynd/ÍR
Arnar í leik með ÍR á sínum tíma.
Arnar í leik með ÍR á sínum tíma.
Mynd/Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Arnar er á fimmtugasta aldursári og hefur hann einnig þjálfað meistaraflokk Aftureldingar. Það gerði hann árin 2018 og 2019. Á leikmannaferli sínum lék hann með Víkingi og ÍR. Fótbolti.net ræddi við Arnar í dag og spurði hann út í hvers vegna hann lét af störfum hjá ÍR.
„Ég vildi fá leikmenn sem fá borgað fyrir að spila fótbolta og eru betri en þeir leikmenn sem til staðar eru"
Ekki ásættanlegt að félagið stæði svona illa við samninginn
„Þetta er þannig að þegar ég gerði samninginn þá voru átta atriði sem ég tilgreindi að félagið ætti að standa skil á til þess að hægt væri að ná árangri. Þegar uppi var staðið þá voru tvö af þessum átta atriðum í lagi. Ég vildi fá tvo erlenda leikmenn til að styrkja liðið," sagði Arnar og hélt áfram:

„Í ár voru allar tölur mikið betri en í fyrra, við vorum að skapa meira, fá á okkur færri færi en vorum bara ekki að skora. Ég sá ekki að við myndum skora án þess að fá styrkingu. Ég var kominn með tvo leikmenn sem ég taldi vera nægilega góða leikmenn til að styrkja liðið."

„Mér hafði verið heitið því að peningurinn sem kom út úr sölunni á Reyni (Haraldssyni) færi í að styrkja liðið. Maggi (Magnús Þór Jónsson, formaður knattspyrnudeildar) var svona að draga lappirnar í þessu. Mér fannst bara ekki ásættanlegt að félagið stæði svona illa við þennan samning sem það hafði gert við mig."

„Ég var í raun vonsvikinn með það því ég var búinn að styrkja félagið mjög hraustlega sjálfur. Það átti ekki pening fyrir boltum þannig ég keypti bolta, ég keypti leikgreiningar og lagði til GPS tækin. Mér fannst félagið geta lagt meiri vinnu á sig til að afla þessara peninga til þess að fá þessa tvo leikmenn sem ég taldi að vantaði. Þeir voru ekki þar og það fannst mér bara vera svik við samninginn sem ég hafði gert við félagið og þess vegna hætti ég."


Vildi fá leikmenn sem fengju borgað fyrir að spila fótbolta
Arnar vildi fá þessa tvo erlendu leikmenn fyrir tímabilið, en fékk þá ekki. ÍR fékk þó einn erlendan leikmann inn fyrir tímabilið, sá heitir Fran Greco og þá var Jörgen Pettersen áfram hjá félaginu eftir að hafa gengið í raðir þess í fyrra.

„Þetta er í raun og veru þannig að ég vildi fá, og það stóð í samningnum mínum við ÍR að ég fengi, tvo erlenda leikmenn til þess að styrkja liðið. Svo varð það þannig... með fullri virðingu... Jörgen Pettersen búinn að vera sennilega besti leikmaður ÍR-liðsins í ár en hann var ekki einn besti leikmaður liðsins á síðasta tímabil. Hann hefur bætt sig alveg gríðarlega en er ekki það sem ég kalla atvinnumaður í fótbolta. Hann og Fran Greco, þetta eru leikmenn sem koma hingað og þeir fá húsaskjól, þeim er redduð vinna og þeir spila fótbolta. En ég vildi ekki fá svoleiðis leikmenn, samningurinn er ekki þannig. Ég vildi fá leikmenn sem fá borgað fyrir að spila fótbolta og eru betri en þeir leikmenn sem til staðar eru."

„Þegar þú ert að spila í þessari deild þá er trompið sem þú getur haft að vera með rosalega jafngott lið. Þú getur verið að spila á móti liðum sem eru með 6-10 útlendinga, eins og t.d. KFA, lið með 9 eða 10 útlendinga í byrjunarliði. En þá þarftu líka að vera með einn eða tvo sem eru raunverulega betri en strákar sem þú getur fengið til liðs við liðið og þeir spila fyrir í raun ekki neitt og vilja verða betri í fótbolta. En til þess að lyfta liðinu verðuru að vera með 1-2 leikmenn sem eru betri en þeir sem þú ert með fyrir. Þess vegna geta þeir ekki verið eins og ég kalla það skiptinemar, þeir verða að geta eitthvað í íþróttinni."


Arnar talar vel um Jörgen sem hefur skorað fimm mörk í fjórtán leikjum í sumar en hann vildi fá inn leikmann sem fengi greitt fyrir að spila fótbolta með ÍR. „Jörgen Pettersen er náttúrulega mjög góður leikmaður sem bætir liðið en ég vildi fá tvo svoleiðis leikmenn."
„En þetta er samt þannig að ég borga sjálfur fyrir það sem var svo í lagi."
Góð tölfræði en vantaði að skora mörkin
Þegar það var orðið ljóst í maí að þessir tveir leikmenn kæmu ekki, mótið farið af stað og félagsskiptaglugginn lokaður, af hverju steig Arnar ekki þá frá borði?

„Ég hafði trú á því að liðið gæti náð árangri, veturinn gaf vísbendingar um það. Liðið var að spila, að því er mér finnst og tölurnar segja, nokkuð vel. En svo gerist þetta alltaf að andstæðingarnir styrkja sig þegar mótið byrjar. Þróttararnir sem dæmi taka þrjá leikmenn inn korter áður en glugginn lokast. Við spiluðum við þá í undanúrslitum Lengjubikarsins og vinnum 3-0. Svo taka þeir inn þrjá leikmenn. Liðin styrkja sig alltaf í aðdraganda mótsins og maður veit ekki hvar maður stendur þegar við komum út í mótið."

„Þegar svo við komum út í mótið, eftir þessa sjö leiki, þá erum við langt yfir í allri tölfræði. En við vinnum samt ekki nema þrjá af þessum leikjum, gerum tvö jafntefli og töpum tveimur með einu marki. Við áttum samkvæmt xG að vera búnir að skora 4-5 mörkum meira en við höfðum gert og miðað við xG hefðum við ekki átt að vera búnir að tapa leik."

„Guardiola sagði það að hann getur komið sínu liði upp á síðasta þriðjung en þar taka leikmennirnir við. Það er nákvæmlega það, við vorum að stýra leiknum alveg upp að marki andstæðinganna en svo vorum við að skjóta í stöng og út eða hreinlega framhjá. Þess vegna var alveg nauðsynlegt að fá tvo leikmenn fram á við til þess að loka þessu gati. Það gefur ekkert að vera bestur vítateig í vítateig, leikirnir ráðast inn í vítateigunum, hvort sem það er varnarlega eða sóknarlega."

„Við vorum að fá miklu færri krossa á okkur, miklu færri skot, xG á móti á okkur var lægra en í fyrra. Það var allt betra, varnarleikurinn var alveg í lagi. Varnarleikur liðsins hefur bara hrunið eftir að ég hætti. Varnarleikurinn var ekki vandamálið, markvarslan var ekki vandamálið, vandamálið var að við vorum ekki að skora mörk. Við gerum jafntefli við Njarðvík í úrslitaleik Lengjubikarsins, 1-1, en við erum langt yfir í allri tölfræði úti á vellinum og í því að skapa færi. En þeir fengu víti og mörkin eru það sem breyta leikjum. Við gerum jafntefli við KF og vorum langt yfir í öllum þáttu, skjótum í slá þegar enginn er í markinu."


Lagði sjálfur til pening til að ná árangri en stjórnin var ekki tilbúin „að leggja neitt á sig"
Eins og fyrr segir fékk Arnar ekki þessa tvo erlendu sóknarmenn sem hann taldi liðið þurfa til að ná árangri í sumar.

„Þetta var það sem þurfti til að ná árangri. Ég var bara ekki ánægður með það að vera búinn að leggja þetta mikla vinnu í þetta, og þetta mikinn pening til að styrkja starfið á meðan þeir sem stjórna félaginu voru ekki tilbúnir að leggja neitt á sig til að ná árangri."

„Þegar það eru bara 2 atriði í lagi af þeim 8 sem samið var um þá ákvað ég, fyrir mig, að hætta. Þetta var ekki það sem ég skrifaði undir að gera og ég er það heppinn að ég þarf ekki á þessu starfi að halda - ég get valið mér verkefni og þetta færði mér ekki ánægju."

„Þetta er tvístefna: þjálfarar eiga að koma og gera ákveðna hluti fyrir félögin sem þeir vinna fyrir en félögin eiga líka að skapa þjálfurunum umgjörð. Í þessu tilfelli samdi ég um umgjörðina. Ég skilgreindi nákvæmlega það sem þyrfti að gerast til að ég gæti náð árangri. Þjálfarar eru dæmdir út frá þeim árangri sem þeir ná og ég var ekki ánægður með það að ná ekki þeim árangri þrátt fyrir að ég vissi hvað það var sem þyrfti til að ná árangri."


Einungis staðið við tvö af átta atriðum
Arnar var spurður hvort hann gæti gefið upp þau átta atriði sem hann óskaði eftir að yrðu í lagi.

„Ég held að það sé ekki neinum til góðs að ég geri það. Hluti af því varðar leikmannamál og hluti af því varðar umgjörðina um liðið. Þetta snýr ekki að einhverjum ægilegum peningum. En þetta er samt þannig að ég borga sjálfur fyrir það sem var svo í lagi."

„Til þess að geta metið frammistöðu liðsins þá verðuru að mæla hana á einhvern hátt, þá verðuru að hafa leikgreiningar og þá verðuru að hafa GPS mælingar. Liðið var að hlaupa jafnmikið og af sömu ákefð og lið í úrvalsdeild. Liðið var að halda bolta betur og skapa meira en andstæðingarnir. En liðið var samt ekki að vinna alla leiki. Ég taldi mig færa mjög sterk rök fyrir því af hverju félagið ætti að leggja harðar að sér og bæta umgjörðina til að ná árangri. Félagið var greinilega ekki þeirrar skoðunar."


Engin stjórn - knattspyrnudeildin óstarfhæf
Í upphafi kom Arnar inn á Magnús Þór. Hann virðist vera eini aðilinn sem er í stjórn knattspyrnudeildar ÍR.

„Það er enginn í stjórninni, Maggi er einn í stjórninni. Ég óskaði eftir fundi með aðalstjórn ÍR um áramótin til að ræða það að deildin sé stjórnlaus. Í samningum hjá mér voru mánaðarlegir fundir með stjórn til að fara yfir stöðuna og skipuleggja verkefni. Það var einn fundur haldinn eftir áramót, með Magga einum, og þegar ég segi upp þá mæta tveir menn á fundinn. Það er enginn stjórn í knattspyrnudeild ÍR."

„Ég vissi það að til þess að ná árangri þá þurfa menn að tala saman og vera sammála um hvert verkefnið er og hvernig er verið að vinna það. Til þess þarf fundi, mánaðarlega fundi sem ég setti inn í samninginn, en deildin gat ekki einu sinni gert það vegna þess að deildin var óstarfhæf."


Arnar kvaðst ekki ætla að óska eftir því að fá greitt fyrir þá bolta og þann búnað sem hann kom með inn í félagið. „Það sem skiptir mig máli er að þessir strákar sem ég var búinn að selja ákveðna vegferð, búinn að selja þeim það að við myndum ná árangri, það er það sem skiptir mig máli. Einhverjir peningar fyrir þessa hluti, mér er alveg sama um það."

„Hugsa að ég láti þetta gott heita"
Að lokum, hvað tekur við hjá þér? Ætlaru að halda áfram í þjálfun?

„Ég veit eiginlega ekki hvað ég geri, vegna þessa að þegar maður eyðir svona miklum tíma í eitthvað og orku í þetta og er háður fólkinu sem er í kringum mann í þessu - mér finnst ekki gaman að vinna í umhverfi þar sem ég get ekki verið viss um að forsendur árangurs séu til staðar. Ég hugsa bara að ég láti þetta gott heita," sagði Arnar.

Sjá einnig:
Undarleg tímasetning - „Skil ekki alveg þessa útreikninga" (23. júní)
Hitamál í Breiðholti - „Styrktaraðili hringt og hótað því að hætta" (2. ágúst)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner