Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
banner
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
Æfingamót U19 karla
föstudagur 6. september
Þjóðadeildin
miðvikudagur 11. desember
Championship
Millwall - Sheffield Utd - 19:45
Cardiff City - Preston NE - 19:45
Hull City - Watford - 19:45
QPR - Oxford United - 19:45
West Brom - Coventry - 20:00
Division 1 - Women
Strasbourg W 1 - 1 Nantes W
EUROPE: Champions League, Group stage - Women
Galatasaray W - Lyon - 17:45
Wolfsburg - Roma W - 17:45
Celtic W - Real Madrid W - 20:00
Chelsea W - Twente W - 20:00
Meistaradeildin
Atletico Madrid - Slovan - 17:45
Lille - Sturm - 17:45
Benfica - Bologna - 20:00
Dortmund - Barcelona - 20:00
Feyenoord - Sparta Prag - 20:00
Juventus - Man City - 20:00
Milan - Rauða stjarnan - 20:00
Stuttgart - Young Boys - 20:00
Arsenal - Mónakó - 20:00
Evrópudeildin
Fenerbahce - Athletic - 15:30
mið 12.ágú 2020 22:43 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Elías Rafn: Gott að finna að þetta er nálægt en maður vill alltaf lengra

Elías Rafn Ólafsson er markvörður, á mála hjá FC Midtjylland í Danmörku og var á liðinni leiktíð að láni hjá Aarhus Fremad í dönsku C-deildinni. Elías er U21 árs landsliðsmaður sem var í janúar síðastliðnum valinn í A-landsliðshópinn þegar liðið lék tvo æfingaleiki í Bandaríkjunum.

Elías þótti standa sig með mikilli prýði með sínu liði í vetur og varði mark liðsins í öllum leikjum þess á liðinni leiktíð. Ekkert lið fékk á sig nálægt því eins fá mörk á leiktíðinni og Aarhus Fremad og var það einungis nokkrum skoruðum mörkum frá því að komast upp í B-deildina. Fréttaritari hafði samband við Elías og spurði hann út í leiktíðina og ýmislegt annað.

 Ég spilaði frábærlega og hjálpaði liðinu í því að fá langfæst mörk á sig.
Ég spilaði frábærlega og hjálpaði liðinu í því að fá langfæst mörk á sig.
Mynd/Aarhus Fremad - Facebook
að vinna United sem var með stór nöfn eins og Angel Gomes og Tahith Chong með sér
að vinna United sem var með stór nöfn eins og Angel Gomes og Tahith Chong með sér
Mynd/UEFA.com
Maður er auðvitað mjög stoltur af þessu og gott að finna að maður er nálægt þessu en á sama tíma vill maður alltaf lengra.
Maður er auðvitað mjög stoltur af þessu og gott að finna að maður er nálægt þessu en á sama tíma vill maður alltaf lengra.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var alveg frábært að hafa fengið að taka þátt í þessu. Þetta var eitt af því skemmtilegasta sem ég hef upplifað
Það var alveg frábært að hafa fengið að taka þátt í þessu. Þetta var eitt af því skemmtilegasta sem ég hef upplifað
Mynd/Midtjylland
Ég var líka í handbolta þegar ég var yngri, ég og Kolbeinn Þórðar [í dag leikmaður Lommel í Belgíu] vorum þeir bestu í leiknum áður en við völdum fótboltann.
Ég var líka í handbolta þegar ég var yngri, ég og Kolbeinn Þórðar [í dag leikmaður Lommel í Belgíu] vorum þeir bestu í leiknum áður en við völdum fótboltann.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég frétti fyrst af áhuga erlendra liða þegar ég var 15-16 ára, svo fer ég á reynslu hjá Midtjylland árið 2017
Ég frétti fyrst af áhuga erlendra liða þegar ég var 15-16 ára, svo fer ég á reynslu hjá Midtjylland árið 2017
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég held að þessi tvö skipti séu þau einu sem ég sat á bekknum í deildinni, ég var eitthvað meira á bekknum í .net mótinu og aðeins í Lengjunni.
Ég held að þessi tvö skipti séu þau einu sem ég sat á bekknum í deildinni, ég var eitthvað meira á bekknum í .net mótinu og aðeins í Lengjunni.
Mynd/Blikar.is
Blikahópur í landsliðsverkefni.
Blikahópur í landsliðsverkefni.
Mynd/Aðsend
Elías við hlið vinar síns Ágústs Eðvalds Hlynssonar.
Elías við hlið vinar síns Ágústs Eðvalds Hlynssonar.
Mynd/ÁEH
„Maður er auðvitað mjög stoltur af þessu og gott að finna að maður er nálægt þessu en á sama tíma vill maður alltaf lengra"
Frábær í loftinu og einn á móti einum
Elías varð tvítugur í mars og rúmlega tveir metrar á hæðina. Hann var fyrst spurður út í sína kosti sem markvörður.

„Mínir helstu styrkleikar eru að ég er frábær í loftinu og í einn á einn stöðum," sagði Elías. En hvað með veikleika?

„Engir sérstakir veikleikar en ég get þó bætt mig í spili með fótunum." Hvenær ákvað Elías að verða markvörður?

„Ég byrjaði mjög snemma í marki, minnir að ég hafi verið 7-8 ára þegar ég tók upp hanskana."
„Ég hætti í blaki 2015 vegna þess að mér finnst bæði skemmtilegra í fótbolta og það er auðveldara að spila fótbolta að atvinnu"
Var í landsliðinu í blaki
Elías sagði frá því í 'Hinni hliðinni' sem birt var í maí að hann hefði verið í landsliðinu í blaki. Hvenær byrjaði hann að æfa blak? Hvenær og af hverju hætti hann í blaki og var Elías í fleiri íþróttum?

„Ég var alltaf mikið í kringum blakið á Íslandi því bæði mamma og pabbi voru í landsliðinu þegar ég var að alast upp og ég var að æfa alveg frá því ég man eftir mér. Ég hætti í blaki 2015 vegna þess að mér finnst bæði skemmtilegra í fótbolta og það er auðveldara að spila fótbolta að atvinnu. Ég var líka í handbolta þegar ég var yngri, ég og Kolbeinn Þórðar [í dag leikmaður Lommel í Belgíu] vorum þeir bestu í leiknum áður en við völdum fótboltann."

Vissi ungur af áhuga erlendra félaga
Fréttaritari sá í fréttaleit að Elías var í tvígang á varamannabekk Breiðabliks í Pepsi-deildinni sumarið 2017. Var Elías oftar á bekknum 2017 og 2018?

„Ég held að þessi tvö skipti séu þau einu sem ég sat á bekknum í deildinni, ég var eitthvað meira á bekknum í .net mótinu og aðeins í Lengjunni."

Hvenær frétti Elías fyrst af áhuga erlendra félaga?

„Ég frétti fyrst af áhuga erlendra liða þegar ég var 15-16 ára, svo fer ég á reynslu hjá Midtjylland árið 2017 og skrifa svo undir um sumarið 2018."

Byrjaði í U19 en hálfu ári seinna byrjaður að æfa með aðalliðinu
Var aldrei spurning um annað en að samþykkja samningstilboðið frá Midtjylland? Hvernig hefur tíminn til þessa hjá félaginu verið og með hvaða liðum hjá félaginu hefur Elías verið að æfa síðan hann fór til Danmerkur?

„Þetta var aldrei spurning. Ég hef átt frábæra tíma hjá félaginu og vonandi verða þeir enn betri i framtíðinni. Ég byrjaði að æfa og spila með U19 fyrstu fimm mánuðina en eftir það byrjaði ég að æfa aðallega með aðalliðinu en hélt áfram að spila með U19 bæði í deildinni og Youth League."

„Eitt af því skemmtilegasta sem ég hef upplifað"
Talandi um 'Youth League', Evrópukeppni U19 liða. FC Midtjylland komst í 8-liða úrslit keppninnar eftir að hafa slegið út jafnaldra sína í Roma og Manchester United. Hvernig var fyrir Elías að taka þátt í þssu ævintýri?

„Það var alveg frábært að hafa fengið að taka þátt í þessu. Þetta var eitt af því skemmtilegasta sem ég hef upplifað, þegar við unnum Roma í vítaspyrnukeppni og svo að vinna United sem var með stór nöfn eins og Angel Gomes og Tahith Chong með sér." Porto sló Elías og félaga út og vann að lokum keppnina. Er einhver leikmaður þar sem Elías veit að er nú þegar að gera góða hluti á stóru sviði?

„Porto var með gott lið og þar voru nokkrir sem eru að fá reglulega að spila hjá aðalliðinu í Porto. Þar má t.d. nefna Romario og Fabio Silva [sem einhverjir þekkja úr tölvuleiknum Football Manager, innsk. fréttaritara]."

Mjög sáttur með tímabilið - Þarf að taka næsta skref á sínum ferli
Næst er komið að tímanum hjá Aarhus Fremad og fékk Elías nokkrar spurningar um tímann hjá AF.

Tók FC Midtjylland þessa ákvörðun að senda Elías á lán eða var þetta ósk markvarðarins? Fréttaritari bjó svo vel að hafa skrifað um að Elías hefði að hluta æft með FC Midtjylland á meðan á dvölinni hjá AF stóð, hvernig var þeim málum háttað?

„Þetta var sameiginleg ákvörðun, FCM vildi að ég fengi að spila fullorðinsbolta og ég var sammála. Líka frábært að geta fengið að æfa ennþá með Midtjylland og vera í kringum liðið á meðan ég spilaði leiki með Fremad. Ég æfði þrisvar í viku á hvorum stað og spilaði svo leiki á laugardögum. Þetta eru held ég tæpir 70km á hraðbrautinni milli æfingastaða þannig þetta tók ekki of mikinn tíma."

AF var markatölunni frá því að fara upp, er Elías sáttur með tímabilið [sem lauk snemma í júlí]? Hefði það komið til greina að taka annað tímabil hjá AF ef það hefði farið upp um deild?

„Ég var mjög sáttur með tímabilið, ég spilaði frábærlega og hjálpaði liðinu í því að fá langfæst mörk á sig. Það hefði verið sætt að stela 'promotion' af Helsingør en þetta fór eins og það fór. Ef við hefðum farið upp var alveg möguleiki að halda áfram þar en fyrst þetta fór svona þá þarf ég að taka næsta skref á mínum ferli."

Frábær þjálfari og ennþá betri gæi
Morten Mölkjær þjálfar AF og lofaði hann Elías í hástert í viðtali síðasta vetur (27. október '19) og áður hafði hann spáð því að Elías yrði landsliðsmarkvörður eftir 5-7 ár (21. ágúst '19). Í viðtalinu í október sagði Mölkjær eftirfarandi:

„Hann gefur liðinu mikið sjálfstraust og liðið hefur einungis fengið á sig sex mörk, þar af þrjú í sama leiknum. Það segir svolítið um stöðugleikann sem hann hefur hjálpað til við að veita liðinu."

„Hann er rúmir tveir metrar á hæð og getur einnig hoppað hátt. Hann er með útgeislun sem sést ekki oft í 2. deild eða jafnvel 1. deild, drengurinn er nítján ára. Hann þarf að bæta á sig vöðvamassa og á milli tímabila hefur hann gott tækifæri til að lyfta vel."

Í viðalinu ræðir Elías einnig um drauma sína og segir markmiðið að spila í einni af toppdeildum Evrópu. Hvernig var fyrir Elías að vera með þjálfara sem hafði þetta mikla trú á sínum leikmanni.

„Það var geggjað. Hann er frábær þjálfari og ennþá betri gæi."

„Ég lét eins og ég hefði ekkert heyrt um þetta til að gleðja hann"
Hvernig var að fara í fyrsta A-landsliðsverkefnið?

„Það var mjög gaman að fá að fara í þetta verkefni og kynnast A-landsliðinu aðeins. Þetta var skemmtileg ferð og ég lærði fullt á henni."

Hvernig og hvenær vissi Elías að hann yrði í landsliðshópnum og hvernig leið honum að fá þær fregnir?

„Það var geggjuð tilfinning að fá þessar fréttir. Þetta hefur verið markmið lengi og það var gaman að ná því. Maður er auðvitað mjög stoltur af þessu og gott að finna að maður er nálægt þessu en á sama tíma vill maður alltaf lengra. Ég heyrði af þessu frá Mikael [Neville Anderson, leikmanni FCM] ótrúlegt en satt, hann heyrði þetta frá einhverjum af þjálfurunum og sagði mér svo frá. Svo tveimur vikum, um miðjan desember, var ég í Brasilíu með U20 liði Midtjylland á móti og þá sagði yfirmaður íþróttamála mér frá þessu. Ég lét eins og ég hefði ekkert heyrt um þetta til að gleðja hann."

Mjög spenntur fyrir komandi tímabili
Elías var að lokum spurður út í komandi tímabil hjá sér. Við vinnslu greinarinnar var staðfest að Elías myndi leika með Fredericia í næstefstu deild í Danmörku. Hvernig kom það upp og hvernig líst Elíasi á að spila í næstefstu deild?

„Mér líst mjög vel á þetta. Það voru nokkur lið í 1. deildinni sem höfðu áhuga en Fredericia var það skref sem mér og FCM leist best á enda liðin í góðu sambandi og margir leikmenn frá okkur hafa farið þangað á lán. 1. deildin er mjög sterk í ár enda féllu þrjú lið niður úr efstu deild á meðan bara 1 lið fór upp. Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímabili," sagði Elías að lokum.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Elías Ólafsson
Athugasemdir
banner