Joshua Zirkzee, VIctor Osimhen, Riccardo Calafiori, Conor Gallagher, Florian Wirtz og fleiri koma við sögu
   þri 15. júlí 2014 10:05
Fótbolti.net
Uppgjör umferðarinnar - Presturinn rekinn úr stúkunni
Séra Pálmi undir klukkunni í gær.
Séra Pálmi undir klukkunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Unnur Birna gæsuð í Garðabæ.
Unnur Birna gæsuð í Garðabæ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Elís var frábær í Vikinni fyrir framan 1.300 manns.
Aron Elís var frábær í Vikinni fyrir framan 1.300 manns.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkismenn glaðir eftir mikilvægan sigur.
Fylkismenn glaðir eftir mikilvægan sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Eftir hverja umferð í Pepsi-deildinni gerir Fótbolti.net upp umferðina á hressandi hátt. Þetta er allt til gamans gert og ber oft á tíðum ekki að taka of hátíðlega. Hér að neðan má sjá punkta úr 11. umferðinni sem kláraðist í gær.

Brottrekstur umferðarinnar: Séra Pálmi
Séra Pálmi Matthíasson var rekinn úr stúkunni í Víkinni í gærkvöldi þegar liðið mætti Keflavík í Pepsi-deildinni. Pálmi er ársmiðahafi hjá Víkingum og fékk sér sæti í stúkunni og fylgdist með leiknum.

Þegar staðan var 1-1 höfðu heimamenn áhyggjur af stöðu mála og minntust þess að aldrei gengur betur en þegar Pálmi stendur undir vallarklukkunni hinum megin á vellinum. Pálma var því vísað úr stúkunni og skipað yfir og undir klukkuna því beita þurfti öllum ráðum til að vinna leikinn. Þetta herbragð lukkaðist líka því Víkingar bættu við tveimur mörkum og tryggðu sér 3-1 sigur.

Leikur umferðarinnar: Stjarnan 2 - 2 FH
Toppslagurinn stóð undir væntingum og fyrir hlutlausa áhugamenn gátu þeir fagnað því að FH vann ekki og spennan helst í toppbaráttunni. Veigar Páll Gunnarsson jafnaði í 2-2 og enn einu sinni er deilt um hvort boltinn hafi verið inni. Ómögulegt að dæma frá sjónvarpsupptökum.

Þjálfari umferðarinnar: Páll Viðar Gíslason
Þórsarar voru komnir með bakið upp við vegg en þá gerðu þeir það sem enginn bjóst við, unnu KR-inga 2-0. Lífsnauðsynlegur sigur Þórs og eitthvað sem ætti að gefa mönnum mikið sjálfstraust fyrir framhaldið.

Hrós umferðarinnar: Kristján Guðmunds um Aron Elís
„Aron Elís vann þennan leik. Það var frábært að sjá hann spila. Ég hvet alla til að mæta á völlinn og horfa á hann spila meðan hann er hér á landinu. Hann spilaði fantagóðan leik og við réðum ekkert við hann," sagði Kristján Guðmundsson um Aron Elís Þrándarson sem hélt sýningu í Víkinni.

Mark umferðarinnar: Ármann Pétur Ævarsson
Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði magnað mark með fastri hælspyrnu þegar Breiðablik vann Val. Undir eðlilegum kringumstæðum væri það mark umferðarinnar en skot Ármanns hefur þó vinninginn. Ármann átti skot af löngu færi sem hafnaði í slá og inn.

Ekki lið umferðarinnar:
Þórður Ingason (Fjölnir)

Árni Kristinn Gunnarsson (Fjölnir) - Halldór Arnarsson (Fram) - Nesta Matarr Jobe (Valur) - Haraldur Freyr Guðmundsson (Keflavík) - Ivar Furu (KR)

Farid Zato (KR) - Einar Orri Einarsson (Keflavík) - Hafþór Mar Aðalgeirsson (Fram) - Arnþór Ari Atlason (Fram)

Indriði Áki Þorláksson (Valur)

Bekkjarseta umferðarinnar: Bjarni Þórður
Bjarni Þórður Halldórsson, fyrirliði Fylkis, þurfti að taka afleiðingunum eftir slaka frammistöðu og var settur á bekkinn gegn Fram. Björn Hákon Sveinsson fór í markið og stóð sig fantavel. Fylkir vann góðan sigur.

Dómari umferðarinnar: Gunnar Jarl Jónsson
Fjórðu umferðina í röð er það Gunnar Jarl sem er dómari umferðarinnar. Gunnar hefur verið frábær með flautuna að undanförnu.

Tíst umferðarinnar: Kjartan Henry
Kjartan Henry Finnbogason er svo sannarlega ekki sá virkasti á Twitter en hann tók sig til og skrifaði færslu eftir að Pepsi-mörkin veltu því fyrir sér hvort hann hafi traðkað viljandi á leikmanni Þórs.

Strumpur umferðarinnar: Tryggvi Bjarnason
Tryggvi fékk höfuðhögg og þurfti aðhlynningu þegar Fram tapaði fyrir Fylki. Hann kom inn með hvítt sárabindi vafinn um hausinn svo það var eins og strumpahúfa við bláa búninginn. Frekar stór strumpur.

Gæs umferðarinnar: Unnur Birna
Smelltu hér til að sjá myndir af því þegar fyrrum Ungfrú heimur var gæsuð á Stjörnuvelli.
Athugasemdir
banner