Silas Songani og Benjamin Schubert hafa framlengt samninga sína við Vestra út næsta ár.
Silas er 35 ára gamall og hefur verið hjá Vestra frá 2022. Hann lék fyrstu tvö tímabilin með liðinu í Lengjudeildinni en liðið hélt sæti sínu í Bestu deildinni í ár.
Hann hefur leikið 70 leiki fyrir liðið og skorað átta mörk.
Benjamin er 28 ára danskur markvörður sem gekk til lið við Vestra á miðju tímabili í sumar en hann kom við sögu í einum leik. Hann var í markinu þegar Vestri gerði 2-2 jafntefli gegn KR undir lok tímabilsins.
Athugasemdir