Viðar Örn Kjartansson hefur farið á kostum með Maccabi Tel Aviv í Ísrael á þessu ári. Viðar skoraði öll þrjú mörkin í 3-0 sigri á Ironi Kiryat Shmona í gærkvöldi en hann er nú kominn með átta mörk í deildinni árið 2017.
Viðar kom til Maccabi Tel Aviv frá Malmö í ágúst í fyrra en hann er markahæstur í Ísrael í dag með 14 mörk á tímabilinu.
Viðar kom til Maccabi Tel Aviv frá Malmö í ágúst í fyrra en hann er markahæstur í Ísrael í dag með 14 mörk á tímabilinu.
„Ég er mjög sáttur við tímabilið sem af er. Ég held að þetta sé mitt besta tímabil hingað til," sagði Viðar þegar Fótbolti.net ræddi við hann í dag.
Viðar hefur fagnað mörkum sínum á ákveðinn hátt undanfarnar vikur en hver er sagan á bakvið fagnið? „Tyrkneski kokkurinn sem saltar á sérkennilegan hátt er sagan á bakvið þetta. Það er mikill meistari," sagði Viðar en hér má sjá myndband af kokkinum að störfum.
Stuðningsmenn Maccabi Tel Aviv hafa einstaklega gaman að fagninu. Af þvi tilefni lét félagið búa til boli sem eru nú í sölu. Mynd af bolunum er hér til hliðar en á þeim er mynd af Viðari að fagna.
„Fótboltinn er gríðarlega stór hérna og maður finnur vel fyrir þvi. Þeir bjuggu til bol með mynd af mér að fagna og þeir skemmta sér mikið yfir því hérna," sagði Viðar.
Viðar hefur ekki ennþá fengið tækifæri í byrunarliði í mótsleik með íslenska landsliðinu. Er hann bjartsýnn á að fá að byrja gegn Kósóvó í undankeppni HM í næsta mánuði eftir góða frammistöðu að undanförnu?
„Ég hugsa voða lítið um það. Ég reyni bara að standa mig sem best hér. Að mínu mati er ég að standa mig mjög vel í sterkri deild og það er það eina sem ég get gert. Ég hef komist lengra á því sem ég geri með félagsliði en maður vonast alltaf til þess að fá sénsa með landsliðinu. Ég tel mig hafa sýnt nóg," sagði Viðar.
Sjá einnig:
Sjáðu þrennu Viðars Arnar
Athugasemdir