Osimhen efstur á blaði hjá Man Utd - Aukin samkeppni um Cunha - Tottenham gæti reynt við Rashford
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Dóri Árna: Hefði sagt það sama við þig
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Óskar Hrafn: Ég er alltaf geggjaður
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net á laugardagskvöld
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
Thelma Karen: Unnum okkur hægt og rólega inn í leikinn
Nik um meiðsli Barbáru: Líklega úlnliðsbrot
Jóhannes Karl: Þurfum að fara hugsa okkar gang
Áslaug Dóra skoraði þrennu: Eitt af markmiðunum mínum að vera sterkari inn í teig
Rúnar Kristins: Við erum góðir en ekki orðnir svakalega góðir
Næsta áskorun Kára í bikarnum - „Var mjög stressaður fyrir því"
Magnús Már: Það eru einhver nöfn á borðinu
   sun 20. ágúst 2023 22:18
Matthías Freyr Matthíasson
Arnar Grétars: Þetta mót er runnið okkur úr greipum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er niðurstaðan, bara virkilega svekkjandi. Mér fannst við spila ágætis fyrri hálfleik þrátt fyrir að vera undir 0 - 2 en á móti þessu liði þarftu að vera clinical og mátt ekki gefa þeim neitt og það var af ódýrara taginu fyrstu tvö mörkin. sagði hundsvekktur Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir slæmt 0 - 4 tap gegn Víkingum í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 0 -  4 Víkingur R.

Þú þarft að vera með takkaskónna rétt skrúfaða á og mér fannst við ekki vera það í þessum færum sem við vorum að fá. Það er ekkert nóg að vera með boltann og mér fannst við vera alltof ragir við að senda boltann fram á við og svo eftir þriðja markið að þá fannst mér við hálf partinn gefast upp bara og þeir ganga á lagið og halda áfram og hefðu alveg getað bætt við og þetta eru bara gríðarleg vonbrigði.

Já ég er ósáttur en það þýðir ekkert að vera að öskra eða æpa,leikurinn er búinn og það eina sem hægt er að gera er að analysera leikinn.

Ef maður er bara alveg heiðarlegur að þá er þetta mót runnið okkur úr greipum. 11 stig og sjö leikir eftir, það er bara of mikið. Nú þurfum við bara að fókusera á það að tryggja Evrópu og ná öðru sætinu og taka eins mikið af stigum og við getum og endum mótið eins vel og við getum.

Nánar er rætt við Arnar hér að ofan.


Athugasemdir
banner