Það er niðurstaðan, bara virkilega svekkjandi. Mér fannst við spila ágætis fyrri hálfleik þrátt fyrir að vera undir 0 - 2 en á móti þessu liði þarftu að vera clinical og mátt ekki gefa þeim neitt og það var af ódýrara taginu fyrstu tvö mörkin. sagði hundsvekktur Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir slæmt 0 - 4 tap gegn Víkingum í kvöld.
Lestu um leikinn: Valur 0 - 4 Víkingur R.
Þú þarft að vera með takkaskónna rétt skrúfaða á og mér fannst við ekki vera það í þessum færum sem við vorum að fá. Það er ekkert nóg að vera með boltann og mér fannst við vera alltof ragir við að senda boltann fram á við og svo eftir þriðja markið að þá fannst mér við hálf partinn gefast upp bara og þeir ganga á lagið og halda áfram og hefðu alveg getað bætt við og þetta eru bara gríðarleg vonbrigði.
Já ég er ósáttur en það þýðir ekkert að vera að öskra eða æpa,leikurinn er búinn og það eina sem hægt er að gera er að analysera leikinn.
Ef maður er bara alveg heiðarlegur að þá er þetta mót runnið okkur úr greipum. 11 stig og sjö leikir eftir, það er bara of mikið. Nú þurfum við bara að fókusera á það að tryggja Evrópu og ná öðru sætinu og taka eins mikið af stigum og við getum og endum mótið eins vel og við getum.
Nánar er rætt við Arnar hér að ofan.