Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
Gunni Einars: Ekki sýnt í seinustu tveim leikjum að við eigum erindi að fara upp
Agla María: Held að margir leikmenn hafi verið orðnir þreyttir
Óli Kri: Vantaði að koma þessu öðru marki inn til að skapa smá spennu
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
   fös 21. júlí 2023 22:14
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Fékk ágætis tilfinningu fyrir því hvað er hægt að gera með þetta lið
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Njarðvík

Njarðvík tóku á mót Gróttu á Rafholtsvellinum í Njarðvík í kvöld þegar 13.umferð Lengjudeildarinnar hélt áfram göngu sinni. 

Þetta var fyrsti leikur Gunnars Heiðars Þorvaldssonar í brúnni hjá Njarðvík en því miður fyrir hann og lið Njarðvíkur var það ekki beint óskabyrjun.


Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  3 Grótta

„Við vorum svolítið lengi í gang fannst mér, við vorum svolítið ryðgaðir fannst mér og auðvitað var ég að koma með nýjar hugmyndir inn og það tekur smá tíma að komast inn." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir fyrsta leikinn í brúnni með Njarðvík.

„Ég get sagt það eftir korter af fyrri hálfleik þá gjörsamlega vorum við alltaf líklegri og líklegri og fáum góð færi til að skora hérna í fyrri hálfleik og svo fannst mér bara seinni hálfleikur algjör eign okkar þangað til að þeir þurfa að taka einhver screamer frá 35 metrum eða hvað þetta var annars var mjög lítið að gerast hjá Gróttu fyrir það og við vorum að fá færin."

Gunnar Heiðar Þorvaldsson er eins og áður hefur komið fram nýlega tekinn við Njarðvík en hvað sér hann fyrir sér geta gert með þetta lið?

„Ég held að við sýndum það ágætlega hér í dag hvað býr í þessu liði. Ég fékk svona ágætis tilfiningu fyrir þvi hvað er hægt að gera með þetta lið. Það komu margir upp að mér eftir leik og voru gríðarlega ánægðir með þetta possession sem við héldum. Við héldum mikið í boltann og létum þá hlaupa á eftir okkur og það vorum við sem að vorum að skapa þessi tækifæri og þar á meðal að stýra svolítið leiknum en það vantaði bara svona síðasta execution á þetta og skora  og það er bara eitthvað sem að við þurfum bara að halda áfram að vinna með en ég kvíð ekkert framhaldið."

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir