Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
   fös 21. júlí 2023 22:14
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Fékk ágætis tilfinningu fyrir því hvað er hægt að gera með þetta lið
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Njarðvík

Njarðvík tóku á mót Gróttu á Rafholtsvellinum í Njarðvík í kvöld þegar 13.umferð Lengjudeildarinnar hélt áfram göngu sinni. 

Þetta var fyrsti leikur Gunnars Heiðars Þorvaldssonar í brúnni hjá Njarðvík en því miður fyrir hann og lið Njarðvíkur var það ekki beint óskabyrjun.


Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  3 Grótta

„Við vorum svolítið lengi í gang fannst mér, við vorum svolítið ryðgaðir fannst mér og auðvitað var ég að koma með nýjar hugmyndir inn og það tekur smá tíma að komast inn." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir fyrsta leikinn í brúnni með Njarðvík.

„Ég get sagt það eftir korter af fyrri hálfleik þá gjörsamlega vorum við alltaf líklegri og líklegri og fáum góð færi til að skora hérna í fyrri hálfleik og svo fannst mér bara seinni hálfleikur algjör eign okkar þangað til að þeir þurfa að taka einhver screamer frá 35 metrum eða hvað þetta var annars var mjög lítið að gerast hjá Gróttu fyrir það og við vorum að fá færin."

Gunnar Heiðar Þorvaldsson er eins og áður hefur komið fram nýlega tekinn við Njarðvík en hvað sér hann fyrir sér geta gert með þetta lið?

„Ég held að við sýndum það ágætlega hér í dag hvað býr í þessu liði. Ég fékk svona ágætis tilfiningu fyrir þvi hvað er hægt að gera með þetta lið. Það komu margir upp að mér eftir leik og voru gríðarlega ánægðir með þetta possession sem við héldum. Við héldum mikið í boltann og létum þá hlaupa á eftir okkur og það vorum við sem að vorum að skapa þessi tækifæri og þar á meðal að stýra svolítið leiknum en það vantaði bara svona síðasta execution á þetta og skora  og það er bara eitthvað sem að við þurfum bara að halda áfram að vinna með en ég kvíð ekkert framhaldið."

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir