Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fim 22. apríl 2021 19:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andri Fannar kallaður „Stálbarnið"
Andri Fannar Baldursson.
Andri Fannar Baldursson.
Mynd: Getty Images
Andri er U21 landsliðsmaður.
Andri er U21 landsliðsmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Fannar Baldursson lék tæplega fimmtíu mínútur með liði Bologna í ítölsku Serie A í gærkvöld er liðið gerði 1-1 jafntefli við Torino.

Þetta var í sjötta sinn á tímabilinu sem Andri kemur við sögu hjá
Bologna. Hann kom inn í liðið á 9. mínútu fyrir Nicolas Dominguez. Á 25. mínútu skoraði Musa Barrow fyrir Bologna. Á 28. mínútu fékk svo Andri að líta gult spjald.

Á 56. mínútu fór Andri svo af velli fyrir Mattias Svanberg. Tveimur mínútum seinna jafnaði Torino leikinn.

Andri Fannar staðfesti það við Fótbolta.net að hann hefði farið af velli vegna gula spjaldsins. Sinisa Mihajlovic, stjóri Bologna, útskýrði það fyrir honum. Línan í leiknum var mjög ströng og fékk Andri að líta gula spjaldið fyrir sitt fyrsta brot.

Andri stóð sig vel í leiknum og greindi Björn Már Ólafsson, sérfræðingur um ítalska boltann, frá því að hann hefði fengið viðurnefnið „Stálbarnið" hjá Gazzetta dello Sport.

„Hann sinnti iðnaði á miðjunni fyrir Bologna í gær og fær 6 í einkunn að launum. Ég hlakka til að sjá járnbræðurna Stálbarnið og Iron-Mike sækja eðalmálm með landsliðinu á komandi árum," skrifaði Björn Már á Twitter.

Hann ræddi um Andra Fannar í nýju hlaðvarpi um ítalska boltann.

„Ég bjóst við meiru. Hann spilaði talsvert meira í fyrra og fékk fimm ára samning. Hann er enn ungur. Ég er ekki alveg nægilega sáttur með það hvað hann hefur spilað lítið. Það sem fer gegn honum er að þeir eru með Mathias Svanberg á miðjunni og hann er búinn að vera frábær. Hann hefur verið orðaður við AC Milan," sagði Björn.

„Jerdy Schouten er djúpur miðjumaður sem hefur verið frábær. Hollenski landsliðsþjálfarinn er að fylgjast með honum. Fyrir aftan þá finnst mér að Andri hefði átt að fá fleiri tækifæri."

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið hér að neðan en það er spurning hvort Andri fái fleiri tækifæri á næsta tímabili.


Ítalski boltinn - Lítill spiltími Andra vonbrigði
Athugasemdir
banner
banner
banner