Rashford vill fara til Barcelona - Man Utd gæti reynt að skipta á Rashford og Osimhen - Ferguson og Williams orðaðir við Arsenal
   þri 26. september 2017 09:30
Orri Rafn Sigurðarson
Cloe um íslenskan ríkisborgararétt: Yrði heiður að fá tækifæri
CLoe Lacasse Leikmaður ÍBV
CLoe Lacasse Leikmaður ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cloe og Shaneka Gordon með bikarmeistaratitilinn.
Cloe og Shaneka Gordon með bikarmeistaratitilinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cloe Lacasse, leikmaður ÍBV, hefur áhuga á að sækja um íslenskan ríkisborgararétt. Hin kanadíska Cloe hefur verið einn besti leikmaður Pepsi-deildar kvenna undanfarinn þrjú ár.

Hún vann sinn fyrsta stóra titil með ÍBV í sumar þegar þær lögðu Stjörnuna í hörkuleik á Laugardalsvelli. Cloe átti stórleik þar sem hún skoraði eitt lagði upp annað og fiskaði víti í framlengingunni.

Hin 24 ára gamla Cloe hefur samtals spilað 60 leiki með ÍBV og skorað í þeim 41 mark. Cloe er fædd í Kanada og ólst upp í Sudbury, Ontario. Henni líður vel á Íslandi og ætlar sér að sækja um íslenskan ríkisborgararétt

„Ég hef verið að skoða þann möguleika að sækja um Íslenskan ríkisborgararétt, það hafa mörg skref verið tekin en þetta er langt og flókið ferli," sagði Cloe við Fótbolta.net.

„Ég vil byrja á umsóknarferlinu sem fyrst og ég vona að á næsta ári að möguleikinn á að verða Islendingur verði að veruleika."

Cloe hefur verið dugleg að ferðast um Ísland og sparar ekki stóru orðin þegar það kemur að náttúrunni og fólkinu.

„Ég elska að vera á Íslandi þar er ákveðin fegurð og eitthvað sem þú finnur hvergi annarstaðar. Þú getur ferðast um allt landið og fundið fallegt landslag þar sem yndislegt fólk tekur þér opnum örmum."

„Fólk heldur að það sé erfitt fyrir útlending að aðlagast lífinu í Vestmannaeyjum því hún er lítil og einangruð. Hinsvegar hefur tíminn minn þar verið ótrúlegur, þú byrjar smátt og smátt að þekkja heimamennina og áður en þú veist af ertu orðinn ein af þeim, ég alla vega lít á mig sem eina af þeim," segir Cloe og hlær aðspurð út í lífið í Vestmannaeyjum

„Dagarnir þínir eru fullir af ævintýrum, ég meina hver getur sagt að þeir búi á eyju með eldfjalli á."

Það er ljóst að það er mikill styrkur fyrir íslenska kvennaknattspyrnu ef að Cloe fær íslenskan ríkisborgararétt. Cloe á ekki leiki að baki með landsliði Kanada og því gæti hún leikið með íslenska landsliðinu ef hún fengi ríkisborgararétt. Er það eitthvað sem að Cloe hefur áhuga á?

„Það eru mörg skref sem þarf að taka áður en það getur orðið að möguleika. En að því sögðu ef ég fengi ríkisborgararétt og starfsfólk KSÍ telur að ég styrki liðið og íhugar að velja mig, þá myndi það vera heiður fyrir mig að fá það tækifæri," sagði Cloe að lokum við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner