Osimhen efstur á blaði hjá Man Utd - Aukin samkeppni um Cunha - Tottenham gæti reynt við Rashford
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Dóri Árna: Hefði sagt það sama við þig
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Óskar Hrafn: Ég er alltaf geggjaður
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net á laugardagskvöld
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
Thelma Karen: Unnum okkur hægt og rólega inn í leikinn
Nik um meiðsli Barbáru: Líklega úlnliðsbrot
Jóhannes Karl: Þurfum að fara hugsa okkar gang
Áslaug Dóra skoraði þrennu: Eitt af markmiðunum mínum að vera sterkari inn í teig
Rúnar Kristins: Við erum góðir en ekki orðnir svakalega góðir
Næsta áskorun Kára í bikarnum - „Var mjög stressaður fyrir því"
Magnús Már: Það eru einhver nöfn á borðinu
   sun 27. ágúst 2023 18:18
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Kristján Guðmunds: Ég held að liðin fái blóð á tennurnar núna
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan tók á móti Selfossi í 18. umferð Bestu deildarinnar í dag í leik sem endaði 3-0 fyrir Stjörnunni. Það var markalaust í hálfleik en á fimmtu mínútu seinni hálfleiks kom Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir Stjörnunni á bragðið eftir klúður í uppspili Selfyssinga. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  0 Selfoss

Gott að vinna leikinn, það var erfitt að berjast á móti Selfoss liðinu“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn.

Þær beittu löngum sendingum og við þurftum alltaf að vera tilbúin til að verjast því. Það gekk vel og við spiluðum ágætlega út frá því en á sóknarþriðjungnum vorum við aðeins að flýta okkur of mikið og gleymdum því sem við erum búin að vera að æfa“ bætti hann svo við.

Eins og Kristján kom inn á vantaði herslumuninn fram á við í fyrri hálfleik. Aðspurður hvað var rætt í klefanum í hálfleik segir hann:

Það var aðal umræðuefnið í hálfleik. Við sýndum þeim hvernig sóknirnar voru að enda hjá okkur í fyrri og hjálpuðum þeim með hvernig á að klára þetta og þær gerðu það bara mjög vel.

Það var heil umferð spiluð í Bestu deildinni í dag en þetta var síðasta umferð fyrir tvískiptinguna. Blikar töpuðu sínum leik í dag og Stjarnan er því 5 stigum á eftir þeim þegar farið er inn í úrslitakeppnina. Stjörnufólk hlýtur að horfa í Evrópusæti annað árið í röð.

Við gerum það bara eins og öll liðin sem eru á svipuðu róli og við, Þróttur, FH, Þór/KA. Ég held að liðin fái blóð á tennurnar núna og reyni að enda eins ofarlega og mögulegt er og ef þú getur fengið Evrópusæti þá reyniru að sækja það.

Viðtalið við Kristján má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner