Guðný Geirsdóttir, markvörður ÍBV, er á leið til Selfyssinga á láni samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Anke Preuss, markvörður Selfyssinga, er meidd og mun missa af byrjun tímabilsins.
Anke Preuss, markvörður Selfyssinga, er meidd og mun missa af byrjun tímabilsins.
Anke er þýskur markvörður sem kom til Selfyssinga í vetur frá Vittsjö í Svíþjóð. Þessi 28 ára gamli leikmaður spilaði fyrr á ferli sínum með Liverpool.
Guðný á 23 leiki að baki í efstu deild með ÍBV en hún mun nú vera á láni hjá Selfyssingum í byrjun tímabils.
Selfoss mætir Keflavík í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar eftir viku.

Athugasemdir