Hart barist um Olmo - Real Madrid vill kaupa Trent í næsta mánuði - Isak vill vera áfram hjá Newcastle
   sun 29. desember 2024 13:25
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Leicester og Man City: De Bruyne byrjar
Kevin de Bruyne kemur inn í lið Man City
Kevin de Bruyne kemur inn í lið Man City
Mynd: Getty Images
Nítjánda og síðasta umferð ársins í ensku úrvalsdeildinni hefst klukkan 14:30 í dag er Leicester tekur á móti Manchester City á King Power-vellinum.

Spænski stjórinn Pep Guardiola gerir aðeins eina breytingu á liðinu en Kevin de Bruyne kemur inn fyrir Jeremy Doku sem tekur sér sæti á bekknum.

Jack Grealish og Kyle Walker eru einnig á bekknum hjá City en Ederson er ekki klár í slaginn.

Jamie Vardy, fyrirliði Leicester, er í byrjunarliðinu hjá heimamönnum og þá heldur pólski markvörðurinn Jakub Stolarczyk sæti sínu í liðinu.

Bæði lið hafa aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum í deildinni.

Leicester: Stolarczyk; Justin, Coady, Vestergaard, Kristiansen; Winks, Soumare; Mavididi, El Khannouss, Buonanotte, Vardy

Man City: Ortega; Lewis, Akanji, Ake, Gvardiol; Kovacic, De Bruyne, Bernardo Silva; Savinho, Foden, Haaland.
Athugasemdir
banner
banner
banner