Hart barist um Olmo - Real Madrid vill kaupa Trent í næsta mánuði - Isak vill vera áfram hjá Newcastle
banner
   sun 29. desember 2024 14:31
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Stefán og félagar enduðu árið á góðum nótum
Stefán Teitur byrjaði á miðsvæðinu hjá Preston
Stefán Teitur byrjaði á miðsvæðinu hjá Preston
Mynd: Preston
Stefán Teitur Þórðarson og félagar í Preston unnu annan leik sinn í röð er liðið lagði Sheffield Wednesday að velli, 3-1, á Deepdale-leikvanginum í ensku B-deildinni í dag.

Preston átti erfiðan nóvembermánuð þar sem liðið vann ekki leik en kom öflugt inn í desember.

Stefán Teitur var í byrjunarliði Preston í dag er það vann þriðja leikinn í mánuðnum og annan leikinn í röð.

Preston klárar því árið á góðum nótum og er sem stendur í 13. sæti með 29 stig.

Norwich og QPR gerðu 1-1 jafntefli á Carrow Road. Marcelino Nunez jafnaði metin fyrir Norwich þegar lítið var eftir af leiknum.

Sheffield United komst aftur á toppinn í deildinni er liðið gerði 1-1 jafntefli við WBA. Andre Brooks skoraði fyrir United en Karlan Grant jafnaði undir lok fyrri hálfleiks.

United er á toppnum með 49 stig, einu stigi meira en Leeds sem mætir Derby County í kvöld.

Norwich 1 - 1 QPR
0-1 Ante Crnac ('45 , sjálfsmark)
1-1 Marcelino Nunez ('89 )

Preston NE 3 - 1 Sheffield Wed
1-0 Emil Riis Jakobsen ('29 )
1-1 Josh Windass ('59 )
2-1 Sam Greenwood ('63 , víti)
3-1 Emil Riis Jakobsen ('79 )

Sheffield Utd 1 - 1 West Brom
1-0 Andre Brooks ('23 )
1-1 Karlan Grant ('45 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 24 15 6 3 44 15 +29 51
2 Sheffield Utd 24 15 6 3 33 14 +19 49
3 Burnley 24 13 9 2 30 9 +21 48
4 Sunderland 24 12 8 4 36 21 +15 44
5 Blackburn 23 11 5 7 27 21 +6 38
6 Middlesbrough 24 10 7 7 41 31 +10 37
7 Watford 23 11 4 8 33 31 +2 37
8 West Brom 24 8 12 4 28 19 +9 36
9 Swansea 24 9 6 9 29 25 +4 33
10 Bristol City 24 8 9 7 30 28 +2 33
11 Sheff Wed 24 9 6 9 32 36 -4 33
12 Norwich 24 7 9 8 40 36 +4 30
13 Millwall 23 7 8 8 22 20 +2 29
14 Preston NE 24 6 11 7 26 30 -4 29
15 Coventry 24 7 7 10 32 34 -2 28
16 Derby County 24 7 6 11 29 30 -1 27
17 QPR 24 5 11 8 24 32 -8 26
18 Stoke City 24 6 7 11 24 32 -8 25
19 Luton 24 7 4 13 26 41 -15 25
20 Oxford United 23 6 6 11 26 39 -13 24
21 Hull City 24 5 7 12 22 32 -10 22
22 Cardiff City 23 5 6 12 23 38 -15 21
23 Portsmouth 22 4 8 10 26 40 -14 20
24 Plymouth 23 4 6 13 22 51 -29 18
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner