Ný stjarna hefur fæðst í Portúgal en það er hinn 17 ára gamli Rodrigo Mora, sem leikur með Porto í heimalandinu.
Mora er lágvaxinn sóknartengiliður sem er að spila sitt fyrsta tímabil með aðalliði Porto.
Þessi efnilegi leikmaður hefur byrjað síðustu tvo leiki liðsins og verið valinn maður leiksins í báðum. Alls hefur hann skorað þrjú mörk og gefið þrjár stoðsendingar í sjö leikjum í deildinni.
Portúgalinn er talinn einn besti leikmaður sinnar kynslóðar og hefur hann þegar spilað fyrir öll yngri landsliðin og skorað þrettán mörk.
Miðlar í Portúgal titla hann sem næstu ofurstjörnu þjóðarinnar og að þetta sé hugsanlega leikmaðurinn sem getur tekið við kyndlinum af Cristiano Ronaldo.
Rodrigo Mora, 17 anos. Completamente insano.
— Football academy (@FutebolSentido) December 28, 2024
Starboy ????????????pic.twitter.com/32pcLDxlH6
Athugasemdir