Hart barist um Olmo - Real Madrid vill kaupa Trent í næsta mánuði - Isak vill vera áfram hjá Newcastle
banner
   sun 29. desember 2024 12:01
Brynjar Ingi Erluson
17 ára leikmaður Porto titlaður sem næsta ofurstjarna Portúgals
Rodrigo Mora er titlaður sem næsta ofurstjarna Portúgals
Rodrigo Mora er titlaður sem næsta ofurstjarna Portúgals
Mynd: Getty Images
Ný stjarna hefur fæðst í Portúgal en það er hinn 17 ára gamli Rodrigo Mora, sem leikur með Porto í heimalandinu.

Mora er lágvaxinn sóknartengiliður sem er að spila sitt fyrsta tímabil með aðalliði Porto.

Þessi efnilegi leikmaður hefur byrjað síðustu tvo leiki liðsins og verið valinn maður leiksins í báðum. Alls hefur hann skorað þrjú mörk og gefið þrjár stoðsendingar í sjö leikjum í deildinni.

Portúgalinn er talinn einn besti leikmaður sinnar kynslóðar og hefur hann þegar spilað fyrir öll yngri landsliðin og skorað þrettán mörk.

Miðlar í Portúgal titla hann sem næstu ofurstjörnu þjóðarinnar og að þetta sé hugsanlega leikmaðurinn sem getur tekið við kyndlinum af Cristiano Ronaldo.


Athugasemdir
banner
banner