Hart barist um Olmo - Real Madrid vill kaupa Trent í næsta mánuði - Isak vill vera áfram hjá Newcastle
   sun 29. desember 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Carragher: Arsenal þarf tvo nýja leikmenn til að berjast um titilinn
Carragher er mjög spenntur fyrir seinni hluta tímabilsins þar sem hans félag, Liverpool, er í frábærri stöðu í öllum keppnum.
Carragher er mjög spenntur fyrir seinni hluta tímabilsins þar sem hans félag, Liverpool, er í frábærri stöðu í öllum keppnum.
Mynd: Getty Images
Saka meiddist í stórsigri gegn Crystal Palace 21. desember.
Saka meiddist í stórsigri gegn Crystal Palace 21. desember.
Mynd: Getty Images
Fótboltasérfræðingurinn Jamie Carragher segist hafa fulla trú á því að Liverpool takist að sigra ensku úrvalsdeildina í vor, sérstaklega í ljósi meiðslavandræðanna hjá helstu keppinautum þeirra.

Carragher býst ekki við að Liverpool lendi í mikilli samkeppni um titilinn frá Arsenal, nema að lærisveinar Mikel Arteta styrki leikmannahópinn sinn með að minnsta kosti tveimur nýjum leikmönnum.

Meiðslahrjáð lið Arsenal er í öðru sæti úrvalsdeildarinnar sem stendur, sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem á leik til góða.

„Stærsta vandamál Arsenal þessa stundina eru meiðslin. Þeim hefur tekist að forðast slæm meiðsli síðustu tvö tímabil en á þessu tímabili hafa þeir lent í vandræðum. Ég hef fulla trú á því að Liverpool muni sigra úrvalsdeildina, Arne Slot er með bestu sóknarmenn ensku deildarinnar í leikmannahópinum sínum. Eina áhyggjuefnið er að lykilmenn byrji að meiðast með auknu leikjaálagi. Ef Liverpool tekst að halda lykilmönnum heilum þá verður mjög erfitt að ná þeim," skrifaði Carragher meðal annars í pistli á Telegraph.

Arsenal var án Martin Ödegaard í haust og núna er Bukayo Saka nýbúinn i aðgerð og verður frá næstu tvo mánuðina.

„Arteta hefur verið að treysta of mikið á sömu leikmenn og þá sérstaklega á Bukayo Saka. Arteta þarf að minnsta kosti tvo aðra sóknarleikmenn í toppklassa ef hann ætlar að berjast um titilinn. Ég er ekki að tala um varamenn sem geta komið inn ef lykilmenn meiðast, heldur byrjunarliðsmenn sem munu veita raunverulega samkeppni um sæti í byrjunarliðinu og dreift leikjaálaginu. Ég er að tala um leikmenn sem eru svo góðir að andstæðingarnir geta ekki spáð fyrir um hverjir verða í byrjunarliðinu því þeir eru allir svo góðir."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner