Hart barist um Olmo - Real Madrid vill kaupa Trent í næsta mánuði - Isak vill vera áfram hjá Newcastle
banner
   sun 29. desember 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rice: Þýðir lítið að sigra fótboltaleiki ef þú vinnur engan titil
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn öflugi Declan Rice var í byrjunarliði Arsenal sem lagði Ipswich Town að velli í vikunni og var hann kátur eftir sigurinn.

Hann segist vera spenntur fyrir nýju ári með Arsenal og er hans helsta ósk að félaginu takist að vinna einhverja titla.

„Það er alltaf erfitt að brjóta niður skipulagt lið sem spilar með 5 varnarmenn og 4 miðjumenn. Við hefðum viljað skora meira en erum mjög ánægðir með sigurinn og stigin sem fylgja," sagði Rice við Amazon Prime eftir lokaflautið og var svo spurður út í fjarveru Bukayo Saka sem er meiddur næstu tvo mánuði.

„Það var öðruvísi að spila án hans, það er klárt mál að við þurfum að aðlagast því. Hann er ótrúlega hæfileikaríkur fótboltamaður og svo mikilvægur partur af leikstílnum okkar, núna þurfum við að sigra erfiða leiki án hans.

„Þetta hefur verið gott ár fyrir okkur, við erum búnir að spila vel og gera flotta hluti, en það er ekki nóg. Þetta er ekki það sem við viljum. Við viljum vinna titla. Það þýðir lítið að vinna fótboltaleiki ef þú vinnur engan titil. Vonandi koma titlarnir með nýju ári."


Arsenal vann síðast stóran titil tímabilið 2019-20 þegar liðið hampaði FA bikarnum.

„Titilbaráttan er mjög erfið í ár, Liverpool er að gera frábæra hluti og við þurfum hjálp frá öðrum liðum ef við ætlum að ná þeim. Þeir hafa verið ótrúlega góðir og Chelsea líka. Þetta verður erfið titilbarátta í úrvalsdeildinni en við eigum skilið að sigra eftir langa bið. Arsenal á skilið að sigra!"
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 18 14 3 1 45 17 +28 45
2 Nott. Forest 19 11 4 4 26 19 +7 37
3 Arsenal 18 10 6 2 35 16 +19 36
4 Chelsea 19 10 5 4 38 23 +15 35
5 Newcastle 19 9 5 5 32 21 +11 32
6 Man City 19 9 4 6 32 26 +6 31
7 Bournemouth 19 8 6 5 29 23 +6 30
8 Fulham 19 7 8 4 28 25 +3 29
9 Aston Villa 19 8 5 6 28 31 -3 29
10 Brighton 19 6 9 4 29 28 +1 27
11 Tottenham 19 7 3 9 41 28 +13 24
12 Brentford 18 7 3 8 32 32 0 24
13 West Ham 19 6 5 8 23 35 -12 23
14 Man Utd 19 6 4 9 21 26 -5 22
15 Crystal Palace 19 4 8 7 20 27 -7 20
16 Everton 18 3 8 7 15 24 -9 17
17 Wolves 19 4 4 11 31 42 -11 16
18 Ipswich Town 19 3 6 10 18 33 -15 15
19 Leicester 19 3 5 11 22 42 -20 14
20 Southampton 19 1 3 15 12 39 -27 6
Athugasemdir
banner
banner
banner