Hart barist um Olmo - Real Madrid vill kaupa Trent í næsta mánuði - Isak vill vera áfram hjá Newcastle
banner
   sun 29. desember 2024 11:31
Brynjar Ingi Erluson
Trent hunsar Liverpool - Segja hann við það að ganga í raðir Real Madrid
AS segir Trent á leið til Real Madrid
AS segir Trent á leið til Real Madrid
Mynd: EPA
Spænski vefmiðillinn AS segir að Trent Alexander-Arnold sé við það að ganga í raðir Real Madrid frá Liverpool og það gæti jafnvel verið klárt í byrjun árs.

AS er annar miðillinn á Spáni sem greinir frá yfirvofandi félagaskiptum enska landsliðsmannsins.

Trent er 26 ára gamall hægri bakvörður en samningur hans við Liverpool rennur út eftir tímabilið.

Á dögunum sagði Marca frá því að Trent væri búinn að tjá Liverpool að hann væri á leið til Real Madrid en Liverpool Echo sagði það ekki rétt og að hann væri ekki búinn að taka ákvörðun.

Nú segir AS að Trent hafi hunsað öll tilboð frá Liverpool og hann sé á leið til Real Madrid. Félagaskiptin séu nánast frágengin og að hann hafi samþykkt að fara til Spánar.

Kemur þar fram að hann muni skrifa undir samninginn strax í byrjun árs. Ef allt gengur upp verður Trent sjötti leikmaðurinn sem fer frá Liverpool til Real Madrid á eftir Steve McManaman, Michael Owen, Xabi Alonso, Jerzy Dudek og Alvaro Arbeloa.
Athugasemdir
banner
banner