Brasilíski vængmaðurinn Savinho skoraði fyrsta mark sitt fyrir Englandsmeistara Manchester City í dag.
Savinho kom til félagsins í sumar eftir að hafa spilað frábærlega með Girona á síðustu leiktíð.
Hann hafði lagt upp fimm mörk í öllum keppnum en það tók sinn tíma að gera fyrsta markið.
Það kom hins vegar í dag og þungu fargi af Brasilíumanninum létt en hann kom Man City í 1-0 forystu gegn Leicester á King Power-leikvanginum.
Markið var nokkuð einfalt og þægilegt. Phil Foden átti skot sem Jakub Stolarczyk varði til hliðar á Savinho sem smellti honum upp við nærstöng.
Staðan er 1-0 fyrir Man City þegar flautað hefur verið til loka fyrri hálfleiks.
Sjáðu markið hjá Savinho
Athugasemdir