Hart barist um Olmo - Real Madrid vill kaupa Trent í næsta mánuði - Isak vill vera áfram hjá Newcastle
   sun 29. desember 2024 13:44
Brynjar Ingi Erluson
Alli byrjaður að æfa með Como - „Yndislegur leikmaður“
Mynd: Getty Images
Cesc Fabregas, þjálfari Como á Ítalíu, segir að Dele Alli sé byrjaður að æfa með liðinu en hann vonast innilega til að geta hjálpa Englendingnum að koma ferlinum aftur af stað.

Alli er 28 ára gamall miðjumaður sem hefur ekkert spilað fótbolta síðan í febrúar á síðasta ári.

Aðgerðir, bakslög og andlegir erfiðleikar hafa haldið honum frá vellinum.

Samningur hans við Everton rann út eftir síðasta tímabil en félagið leyfði honum að halda áfram að nota aðstöðu félagsins til að komast aftur í form.

Alli tilkynnti á dögunum að hann væri formlega farinn frá Everton og stuttu síðar var greint frá því að Fabregas væri búinn að gefa honum grænt ljós á að æfa með Como.

Fabregas hefur nú staðfest að Alli sé byrjaður að æfa með hópnum.

„Hann er að æfa með okkur og líður vel. Hann er yndislegur leikmaður og við erum meira en til í að hjálpa honum, en í augnablikinu er hann bara að æfa með okkur,“ sagði Fabregas.

Eins og hefur komið fram mun hann æfa með liðinu næstu vikur og í kjölfarið verður tekin ákvörðun varðandi framhaldið.
Athugasemdir
banner
banner