Hart barist um Olmo - Real Madrid vill kaupa Trent í næsta mánuði - Isak vill vera áfram hjá Newcastle
banner
   sun 29. desember 2024 11:00
Brynjar Ingi Erluson
Real Madrid með augastað á Van de Ven - Guehi bíður eftir Liverpool
Powerade
Micky van de Ven er orðaður við Evrópu- og Spánarmeistara Real Madrid
Micky van de Ven er orðaður við Evrópu- og Spánarmeistara Real Madrid
Mynd: Getty Images
Sergio Ramos vill fara aftur til Real
Sergio Ramos vill fara aftur til Real
Mynd: EPA
Marc Guehi ætlar að bíða eftir Liverpool
Marc Guehi ætlar að bíða eftir Liverpool
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Real Madrid er í leit að varnarmanni, Newcastle ætlar ekki að missa Alexander Isak og fyrirliði Crystal Palace bíður eftir tilboði frá Liverpool. Þetta og margt fleira í Powerade-slúðurpakka dagsins.

Real Madrid er búið að setja Micky van de Ven (23), varnarmann Tottenham og hollenska landsliðsins, á innkaupalistann fyrir janúargluggann, en félagið er í brýnni þörf á því að styrkja varnarlínuna fyrir seinni hluta tímabilsins. (Relevo)

Spænska goðsögnin Sergio Ramos (38) dreymir um að snúa aftur til Real Madrid vegna meiðsla þeirra Dani Carvajal, David Alaba og Eder Militao. (AS)

Manchester City ætlar að minnsta kosti að bæta tveimur leikmönnum við hópinn í janúar en þeir Jamal Musiala (21) hjá Bayern München og Florian Wirtz (21) hjá Bayer Leverkusen eru báðir orðaðir við félagið, en munu báðir koma til með að kosta yfir 100 milljónir punda. (Times)

Newcastle United hefur sett 150 milljóna punda verðmiða á sænska framherjann Alexander Isak (25) til þess að fæla félög í burtu frá þessum funheita markaskorara. (Telegraph)

Crystal Palace gerir ráð fyrir því að það komi tilboð í enska miðvörðinn Marc Guehi (24) í janúar en varnarmaðurinn er sagður tilbúinn að bíða eftir að Liverpool hafi samband. (Sun)

Enski hægri bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold (26) hefur ekki tjáð Liverpool að hann hafi ákveðið að ganga í raðir Real Madrid á frjálsri sölu í sumar sem er þvert á það sem spænski miðillinn Marca segir. (Liverpool Echo)

Newcastle ætlar að reyna við enska framherjann Dominic Calvert-Lewin (27) og er reiðubúið að bíða fram að sumri til að landa honum á frjálsri sölu frá Everton. (Sun)

Everton á enn eftir að opna samningaviðræður við enska landsliðsmanninn Jarrad Branthwaite (22) sem hefur verið orðaður við Liverpool, Manchester United og Manchester City. (Daily Mail)

Liverpool fylgist náið með stöðu bandaríska vinstri bakvarðarins Antonee Robinson (27) sem er á mála hjá Fulham, en það er ágætis möguleiki á að hann sé fáanlegur í janúar. (Football Insider)

Jhon Durán (21), framherji Aston Villa, gæti yfirgefið félagið í janúarglugganum. Villa er að skoða það að fá ítalska framherjann Mateo Retegui (25), sem er á mála hjá Atalanta, í stað Durán. (Caught Offside)

Real Madrid er að undirbúa nýjar samningaviðræður við brasilíska vinstri kantmanninn Vinicius Junior (24). (AS)

Kevin de Bruyne (33), miðjumaður Manchester City og belgíska landsliðsins, myndi helst vilja flytja til Bandaríkjanna og spila í MLS-deildinni ef hann ákveður að yfirgefa Man City í sumar. (Teamtalk)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner