Hart barist um Olmo - Real Madrid vill kaupa Trent í næsta mánuði - Isak vill vera áfram hjá Newcastle
   sun 29. desember 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Barcelona reynir að losa sig við Frenkie de Jong
Mynd: EPA
Goal.com er meðal fjölmiðla sem greina frá því að Barcelona ætli sér að selja Frenkie de Jong næsta sumar, en hollenski miðjumaðurinn á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við félagið.

De Jong virðist ekki vera í byrjunarliðsáformum Hansi Flick þjálfara sem hefur notað hann mikið sem varaskeifu á fyrri hluta tímabilsins. Marc Casadó, Pedri, Gavi, Fermín López og Dani Olmo eru allir fyrir ofan De Jong í goggunarröðinni ásamt Marc Bernal sem er þó fjarverandi vegna meiðsla þessa dagana.

Börsungar vilja ekki missa De Jong á frjálsri sölu sumarið 2026 og ætla því að reyna sitt besta til að selja hann frá félaginu og hafa þeir því ákveðið að lækka verðmiðann á honum um helming.

Barca er sagt vera reiðubúið til að selja De Jong á 20 milljónir evra en talið er að leikmaðurinn sjálfur vilji vera áfram hjá félaginu. Ef De Jong neitar að fara er líklegt að hann verði settur í frystinn hjá Barcelona og missi þar af leiðandi af sæti í landsliðshópi Hollands fyrir HM 2026.

Ýmis evrópsk félög eru áhugasöm um De Jong, sem gæti þó einnig valið að skipta yfir til Sádi-Arabíu þar sem er mjög mikill áhugi á að semja við hann.
Athugasemdir
banner
banner