Miðvörðurinn ungi Jarrad Branthwaite á tvö og hálft ár eftir af samningi sínum við Everton og er eftirsóttur af ýmsum stórliðum í enska boltanum.
Everton vill ekki bjóða honum nýjan samning að svo stöddu vegna fjárhagsörðugleika, en ljóst er að Branthwaite bíður mikil launahækkun við næstu undirskrift.
Manchester United og fleiri félög eru áhugasöm um að krækja í Branthwaite en varnarmaðurinn er tilbúinn til að samþykkja samning frá Everton ef félagið getur jafnað samningstilboðið frá Rauðu djöflunum, sem það virðist þó ekki geta gert.
Stjórnendur Everton eru smeykir um að sprengja upp launastrúktúr félagsins með því að bjóða Branthwaite svona mikla launahækkun.
Branthwaite þykir afar öflugur og á einn A-landsleik að baki.
Athugasemdir