Salah og Van Dijk framlengja - Liverpool opið fyrir því að selja Nunez - Nkunku til Barcelona?
banner
   sun 29. desember 2024 16:31
Brynjar Ingi Erluson
England: Meistararnir mörðu nýliðana
Erling Braut Haaland skoraði fjórtánda deildarmark sitt og Savinho gerði fyrsta mark sitt
Erling Braut Haaland skoraði fjórtánda deildarmark sitt og Savinho gerði fyrsta mark sitt
Mynd: EPA
Ruud van Nistelrooy getur verið nokkuð stoltur af sínum mönnum
Ruud van Nistelrooy getur verið nokkuð stoltur af sínum mönnum
Mynd: Getty Images
Leicester City 0 - 2 Manchester City
0-1 Savinho ('21 )
0-2 Erling Haaland ('74 )

Englandsmeistarar Manchester City unnu ósannfærandi 2-0 sigur á nýliðum Leicester í 19. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á King Power-leikvanginum í dag.

Báðum liðum hefur gengið illa að safna stigum í síðustu leikjum en það er þó skiljanlegt fyrir Leicester sem er að reyna að halda sæti sínu í deildinni á meðan fall Man City er algert rannsóknarefni.

Meistararnir voru langt í frá sannfærandi í dag. Savinho skoraði fyrra mark leiksins á 21. mínútu er Jakub Stolarczyk, markvörður Leicester, varði skot Phil Foden út í teiginn og á Savinho sem skoraði fyrsta mark sitt fyrir félagið.

Leicester fékk nokkur góð færi í fyrri hálfleiknum. Stefan Ortega kom Josko Gvardiol til bjargar eftir slakan skalla og þá átti Facundo Buonanotte skot í tréverkið.

Í byrjun síðari hálfleiks var Leicester líklegra til að jafna en Man City til að skora annað.

Markmið Guardiola var greinilega bara að sækja þrjú stig en það tókst aðeins með naumindum. Leicester ógnaði nokkrum sinnum í síðari hálfleiknum. Jamie Vardy átti líklega besta færið á 67. mínútu er fyrirgjöfin kom inn á miðjan teiginn en setti boltann yfirmarkið um það bil tveimur metrum frá marki.

Meistararnir refsuðu fyrir endalaus færaklúður Leicester er Erling Braut Haaland stangaði fyrirgjöf Savinho í netið. Þetta var fjórða deildarmark Haaland síðan í september og fyrsta markið sem hann skorar síðan í byrjun desember.

Í uppbótartíma setti Vardy fyrirgjöf Stephy Mavididi í þverslá. Heppnin ekki alveg með Leicester í dag og þurfti liðið að sætta sig við tap.

Þetta var engu að síður mikilvægur sigur fyrir Man City sem nýtir þetta veganesti inn í nýtt ár. Liðið er með 31 stig í fimmta sæti deildarinnar, ellefu stigum frá toppnum en Leicester í 18. sæti með 14 stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 18 14 3 1 45 17 +28 45
2 Nott. Forest 19 11 4 4 26 19 +7 37
3 Arsenal 18 10 6 2 35 16 +19 36
4 Chelsea 19 10 5 4 38 23 +15 35
5 Newcastle 19 9 5 5 32 21 +11 32
6 Man City 19 9 4 6 32 26 +6 31
7 Bournemouth 19 8 6 5 29 23 +6 30
8 Fulham 19 7 8 4 28 25 +3 29
9 Aston Villa 19 8 5 6 28 31 -3 29
10 Brighton 19 6 9 4 29 28 +1 27
11 Tottenham 19 7 3 9 41 28 +13 24
12 Brentford 18 7 3 8 32 32 0 24
13 West Ham 19 6 5 8 23 35 -12 23
14 Man Utd 19 6 4 9 21 26 -5 22
15 Crystal Palace 19 4 8 7 20 27 -7 20
16 Everton 18 3 8 7 15 24 -9 17
17 Wolves 19 4 4 11 31 42 -11 16
18 Ipswich Town 19 3 6 10 18 33 -15 15
19 Leicester 19 3 5 11 22 42 -20 14
20 Southampton 19 1 3 15 12 39 -27 6
Athugasemdir
banner
banner