Salah og Van Dijk framlengja - Liverpool opið fyrir því að selja Nunez - Nkunku til Barcelona?
   sun 29. desember 2024 16:05
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Lukaku klikkaði á víti í sigri Napoli á Íslendingaliði Venezia
Giacomo Raspadori skoraði sigurmark Napoli
Giacomo Raspadori skoraði sigurmark Napoli
Mynd: Getty Images
Napoli er komið upp að hlið Atalanta á toppnum í Seríu A á Ítalíu eftir 1-0 sigur liðsins á Íslendingaliði Venezia í dag.

Heimamenn í Napoli fengu vítaspyrnu á 36. mínútu leiksins er Jay Idzes handlék boltann í eigin vítateig.

Romelu Lukaku tók vítaspyrnuna fyrir Napoli en serbneski markvörðurinn Filip Stankovic varði frá honum.

Stankovic átti fjölmargar vörslur í leiknum og var með bestu mönnum leiksins, en honum tókst þó ekki að sjá við Giacomo Raspadori þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka.

Raspadori fékk boltann í miðjumteignum eftir fyrirgjöf frá vinstri og hamraði boltanum undir Stankovic í markinu. Þetta mark reyndist nóg fyrir Napoli sem er nú með 41 stig eins og Atalanta sem er í efsta sætinu.

Mikael Egill Ellertsson byrjaði hjá Venezia á meðan Bjarki Steinn Bjarkason kom inn af bekknum þegar lítið var eftir af leiknum. Venezia er í næst neðsta sæti með 13 stig.

Leikmönnum Torino tókst þá að koma til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir gegn Udinese.

Isaak Toure og Lorenzo Lucca skoruðu sitt hvoru megin við hálfleikinn en Torino svaraði með tveimur mörkum á ellefu mínútum frá þeim Che Adams og Samuele Ricci.

Udinese er í 9. sæti með 24 stig en Torino í sætinu fyrir neðan með 20 stig.

Napoli 1 - 0 Venezia
0-0 Romelu Lukaku ('37 , Misnotað víti)
1-0 Giacomo Raspadori ('79 )

Udinese 2 - 2 Torino
1-0 Isaak Toure ('41 )
2-0 Lorenzo Lucca ('49 )
2-1 Che Adams ('53 )
2-2 Samuele Ricci ('64 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 18 13 2 3 43 20 +23 41
2 Napoli 18 13 2 3 27 12 +15 41
3 Inter 17 12 4 1 45 15 +30 40
4 Lazio 18 11 2 5 33 25 +8 35
5 Fiorentina 17 9 5 3 31 15 +16 32
6 Juventus 18 7 11 0 30 15 +15 32
7 Bologna 17 7 7 3 25 21 +4 28
8 Milan 17 7 6 4 26 17 +9 27
9 Udinese 18 7 3 8 23 28 -5 24
10 Roma 18 5 5 8 24 24 0 20
11 Torino 18 5 5 8 19 24 -5 20
12 Empoli 18 4 7 7 17 21 -4 19
13 Genoa 18 4 7 7 16 27 -11 19
14 Parma 18 4 6 8 25 34 -9 18
15 Como 18 4 6 8 20 30 -10 18
16 Verona 18 6 0 12 24 42 -18 18
17 Lecce 18 4 4 10 11 31 -20 16
18 Cagliari 18 3 5 10 16 31 -15 14
19 Venezia 18 3 4 11 17 31 -14 13
20 Monza 18 1 7 10 16 25 -9 10
Athugasemdir
banner
banner
banner