Zubimendi nálgast Arsenal - Man Utd gæti skipt Höjlund út fyrir Lookman - Tottenham vill Rashford
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net annað kvöld
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Þórsvöllur er gryfja - „Elska þetta vallarstæði"
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Dóri Árna: Hefði sagt það sama við þig
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Óskar Hrafn: Ég er alltaf geggjaður
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
Thelma Karen: Unnum okkur hægt og rólega inn í leikinn
   sun 30. maí 2021 21:39
Matthías Freyr Matthíasson
Rúnar: KR völlurinn er sögufrægur og hér eigum við að vinna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson þjálfari KR var að vonum sáttur við sigur sinna manna á ÍA á Meistaravöllum í kvöld.

„Ég er gríðalega ánægður með að hafa unnið leikinn. Þetta var erfiður leikur þrátt fyrir það að við höfum verið góðir í byrjun og komist í tvö - núll að þá nýttum við ekki meðbyrinn nægilega vel til að bæta við fleiri mörkum."

Lestu um leikinn: KR 3 -  1 ÍA

„Það var kraftur í okkur í byrjun. Við sköpuðum færi og við sköpuðum mörk en ég var ósáttur við það að þegar þessar fimmtán tuttug mínútur voru búnar og við að skapa færi en ekki að nýta þau að þá fórum við að taka erfiðar ákvarðanir og og allir ætluðu að eiga síðustu sendinguna sem skapar mark eða skora sjálfir í staðinn fyrir að spila okkur i gegn eins og við vorum búnir að vera að gera."

„Skagamenn komust inn í leikinn og tóku hann eiginlega yfir í korter tuttugu mínútur í fyrri hálfleik og við vorum heppnir að fara inn með tvö - núll forystu."

Það er búið að tala mikið um heimavallaárangur KR síðustu daga. Sigurinn í dag væntanlega mikilvægur upp á það að gera.

„Já þetta var gríðarlega mikilvægt. Komnir margir leikir sem við höfum spilað hérna án þess að vinna og og nokkuð góðar frammistöður sérstaklega síðustu tvær hér á heimavelli. Við erum ánægðir með að hafa náð að snúa þessu við og og fengið einn sigur og vonandi koma fleiri í kjölfarið. KR völlurinn er sögufrægur og hér eigum við að vinna og viljum vinna alla leiki."

„Ef við nýtum okkur þennan meðbyr sem við höfðum í dag að þá getum við haldið áfram að vinna fótboltaleiki en við megum ekki tapa mörgum og tapa mörgum stigum á næstu vikum og þurfum að vonast til að geta nálgast þessi lið sem eru uppi en þá þurfum við að vinna og þau að tapa stigum á sama tíma og við vitum ekkert hvort að það gerist."

Nánar er rætt við Rúnar í sjónvarpinu hér að ofan. Meðal annars um hvað Kjartan Henry gefur liðinu.
Athugasemdir
banner