Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
Gunni Einars: Ekki sýnt í seinustu tveim leikjum að við eigum erindi að fara upp
Agla María: Held að margir leikmenn hafi verið orðnir þreyttir
Óli Kri: Vantaði að koma þessu öðru marki inn til að skapa smá spennu
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
   sun 30. maí 2021 22:10
Stefán Marteinn Ólafsson
Siggi Höskulds: Erum bara hrikalega stoltir af þessari frammistöðu
Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis.
Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrstu viðbrögð - Svekkjandi, 15 mínútna kafli í fyrri hálfleik sem að við erum klaufalegir og fyrir utan þær 15 mínútur fannst mér við vera virkilega góðir og töluvert betra liðið," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, eftir 2-1 tap gegn HK í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 2 -  1 Leiknir R.

Leiknismenn hafa farið vel af stað í deildinni og þrátt fyrir hetjulega baráttu í kvöld þurftu þeir að lúta í lægra hald gegn HK.

Leiknismenn áttu martraðarkarfla undir lok fyrri hálfleiks en þeir fengu á sig tvö mörk og víti sem Guy Smit varði og hélt þeim þar með inni í leiknum.

„Ég sagði bara að við hefðum verið töluvert betri aðilinn í fyrri hálfleik og við þyrftum að bæta við það og við þyrftum að trúa því að þessi vítaspyrnuvarsla myndi gefa okkur smá bensín og við myndum keyra á þá í seinni hálfleik."

Sigga fannst ekki mikið vanta hjá sínum mönnum í þessum leik.

„Ekki mikið, það var bara að skora mörk. Við stjórnuðum þessum leik fannst mér nánast allan tímann og mér fannst við líta bara út eins og topplið þarna fyrsta hálftímann fram að þessum 15 mínútna kafla og við erum bara hrikalega stoltir af þessari frammistöðu."

Nánar er rætt við þjálfara Leiknis í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner