„Fyrstu viðbrögð - Svekkjandi, 15 mínútna kafli í fyrri hálfleik sem að við erum klaufalegir og fyrir utan þær 15 mínútur fannst mér við vera virkilega góðir og töluvert betra liðið," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, eftir 2-1 tap gegn HK í Pepsi Max-deildinni í kvöld.
Lestu um leikinn: HK 2 - 1 Leiknir R.
Leiknismenn hafa farið vel af stað í deildinni og þrátt fyrir hetjulega baráttu í kvöld þurftu þeir að lúta í lægra hald gegn HK.
Leiknismenn áttu martraðarkarfla undir lok fyrri hálfleiks en þeir fengu á sig tvö mörk og víti sem Guy Smit varði og hélt þeim þar með inni í leiknum.
„Ég sagði bara að við hefðum verið töluvert betri aðilinn í fyrri hálfleik og við þyrftum að bæta við það og við þyrftum að trúa því að þessi vítaspyrnuvarsla myndi gefa okkur smá bensín og við myndum keyra á þá í seinni hálfleik."
Sigga fannst ekki mikið vanta hjá sínum mönnum í þessum leik.
„Ekki mikið, það var bara að skora mörk. Við stjórnuðum þessum leik fannst mér nánast allan tímann og mér fannst við líta bara út eins og topplið þarna fyrsta hálftímann fram að þessum 15 mínútna kafla og við erum bara hrikalega stoltir af þessari frammistöðu."
Nánar er rætt við þjálfara Leiknis í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir