„Bara fínn leikur. Þetta er alltaf erfiður leikur, sérstaklega þegar þú veist að þú þarft að vinna leikinn til þess að komast í úrslitaleikinn.,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals eftir sigur gegn Víkingi í dag.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 - 2 Valur
„Mér fannst þetta vel gert hjá okkur og spiluðum vel. Áttum svo sem að nýta færin, skora fleiri mörk. Víkingur er erfitt lið að vinna .“
„Bara mjög sáttur, mér fannst þetta solid leikur hjá okkur þó þetta endi 2-1.“
Valur mætir Breiðablik í algjörum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í næstu umferð. „Þetta er það sem við vildum. Mæta á Hlíðarenda og eiga sénsin á að vinna titilinn fjórða árið í röð, það var planið og það tókst.”
Viðtalið við Pétur má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir